Úrval - 01.04.1965, Síða 14

Úrval - 01.04.1965, Síða 14
12 ÚRVAL Paul Lukas leikari hefur sagt eftir- farandi sögu um fyrstu daga sína 1 New York, er hann var nýkominn þangað frá Ungverjalandi. Hann hringdi í alla þá í simaskránni, sem báru ættarnafnið Lukas, og spurði: „Eruð þér skyldur Lukas-fjölskyld- unni í Kiskundorozsma í Ungverja- landi?" Og alltaf kvað við ólundar- legt „Nei.“ Samkvæmt uppástungu eins af með- leikendum sínum endurtók Lukas til- raunina, og nú gekk honum tölu- vert betur, enda hóf hann nú mái sitt með þessum orðum. „Ég hef tölu- vert af peningum meö höndum. Nafn mitt er Lukas. Eruð þér.. .. “ Leonard Lyons -—★ Sir Richard Francis Burton, land- könnuður, rithöfundur og málagarp- ur, er uppi var á 19. öld, fann til löngunar til þess að reyna manndóm sinn sem aðrir drengir. Það kom snemma fram, að hann var mjög hug- rakkur, en sjálfsstjórn var aftur á móti sá eiginleiki, sem hann réð aldrei fyllilega við. Skilningur hans á eiginleika þess- um var mjög sérstæður. Allt sitt líf virðist hann hafa skilgreint þann eiginleika á svipaðan hátt og hann gerði, þegar hann lagði þolraun eina fyrir sig á barnsaldri. Hann hafði tekið sykurker og rjómakönnu í eld- húsinu og sett hvort tveggja á borðið fyrir framan sig. Hann girntist hvort tveggja, en þetta voru honum for- boðnir ávextir. Síðan spurði hann sjálfan sig hátíðiega: „Bý ég yfir nægu hugrekki til þess að iáta vera að snerta þetta?“ Og strax og hann var þess fullviss, að hann hefði stað- izt freistinguna, launaði hann sjálf- um sér ríkulega með því að tæma bæði sykurker og rjómakönnu af mikilli græðgi og gleði. Og að þol- raun þessari lokinni var hann ætíð í himnaskapi, fullur af rjóma, fullur af sykri og fullur af trausti á sjálfs- stjórn sinni. Byron, Farwell Burton ----★ 13 ára dóttir okkar hefur alltaf verið mesti fjörkálfur og atazt í öllu eins og strákur. Hér í hverfinu eru strákarnir i miklum meirihluta, og því lærði hún fljótlega fótbolta og aðra strákaleiki. Sonur nágranna okk- ar kvartaði yfir því um daginn, að þá strákana vantaði einn strák í iið- ið, svo að þeir gætu keppt. Þá spurði móðir hans hann: „Nú, hvers vegna fáið þið ekki hana Virginíu í liðið? Nú, hún er ágæt í fótbolta, eða er það ekki?“ „Sei, sei, jú,“ svaraði hann fyrir- litlega, „en hún er bara að verða stelpa!" Jerry White
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.