Úrval - 01.04.1965, Side 21

Úrval - 01.04.1965, Side 21
HVENÆR EE UNGVE MAÐUE TILBÚINN AÐ ... 19 hins vegar, sem þér nú finnst lítið augnayndi, og eru vissulega líka á einhverju óyndislegu vandræða- tímabili, eiga eftir að verða feg- urðardísir þinnar kynslóðar. Þegar þær hafa náð tökum á lífinu, mun göfuglyndi, góðvild og hjartahlýja skína af andlitum þeirra, og þér mun vissulega finnast þær aðlað- andi. Mér þykir fyrir því að verða að segja þér það, en vel er hugsan- legt að á bak við hina sterku þrá, sem nú tærir þig búi ekki annað og meira en sæmileg heilsa, reglu- leg notkun góðs hárþvottadufts, björt húð og vöntun á öllum hæfi- leikum, sem erfitt gæti orðið að keppa við. En þó að stúlka sé ó- aðfinnanleg í útliti, er það ekki nægilegur grundvöllur til að byggja á hamingju heillar ævi. Ég þykist vita, að þegar þú lest þetta síðasta orðtæki, munir þú hugsa sem svo, að ég sé ósköp gam- aldags. Þvi að þegar allt kemur til alls, hvað er það þá, sem er svona afdrifaríkt við hjónabandið? Ef maður lendir i slæmu hjóna- bandi, þá er ekki svo fjarskalega erfitt að losna úr þvi. Eini gallinn á þessari nýtízkulegu og frjálslyndu afstöðu er sá, að enda þótt höfuð þitt eigi auðvelt með að fallast á hana, þá muntu komast að raun um, að hjarta þitt er furðulega gamaldags líffæri. Mörgum „menningar“-skilnuðum lýkur þannig, að viðkomandi aðilar láta heita svo opinberlega, að þeir skilji sem „góðir vinir“. En alltaf hefur einhver verið særður dýpra sári, en hann eða hún kæra sig um að kannast við. Eftir skilnað leyn- ist óhjákvæmilega með manninum einhver tilfinning um mistök —• honum hafi mistekizt sem eigin- manni, og svo einnig oft, þegar samband hans við börnin hefur leitt til málaferla, að honum hafi mistekizt sem föður. Einnig held ég, að þú ættir að reyna að horfast í augu við þá staðreynd að affarasælast er, að láta bíða að gifta þig, þar til þú hefur ráð á því. Ekkert er manninum ó- hollara en að þurfa berjast við fjár- hagserfiðleika. Peningar hafa und- arlega mikla þýðingu í táknmáli undirvitundarinnar, og karlmenn hafa meiri tilhneigingu en þeir gera sér Ijóst, til að dæma sig strangt, ef þeim tekst ekki að upp- fylla það, sem af þeim er vænzt hvað snertir öflun og eyðslu. Ég tel víst, að þú hafir ekki í hyggju, sem kvæntur maður, að leita á náðir móður þinnar til fjár- hagslegs stuðnings. Hafi einhverj- ar slíkar hugsanir læðzt að þér, vær- irðu álíka ábyrgur og fullorðinn eins og ef þér dytti í hug að halda heimili á kostnað einhvers annars — þá værirðu raunverulega að kasta áhyggjum þínum á móður þina í nokkur ár enn. Ég vænti þess nú af þér, að þú látir vonbrigði þín sigla sinn sjó og lifir karlmannlegu lífi um skeið. Reyndu hvernig það er að vera óháður og reyndu að kynnast heim- inum. Þessi þrá eftir þínu eigin kæra litla heimili, með þinni eigin kæru, litlu konu, er i rauninni, mér þykir leitt að segja það, ekki ann- að en flótti frá áhættu og ævintýr- um. Ég vona að þú herðir upp hug-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.