Úrval - 01.04.1965, Page 36

Úrval - 01.04.1965, Page 36
34 ÚRVAL skyggndist oft upp á vcg, hvort ég sæi konu á hesti. Og svo var það einn daginn, að ég sá hana fyrstur. Hún kom á fallegum liesti á björt- um degi austan götuna, stór og björt kona í söðli, og það glitraði á skelja sandinn á gulri götunni. Ég tók fyrst eftir því, hvað hún var björt, allt að því hvít og hvernig hún hló. Það er ekki gott að lýsa hlátri henn- ar. Hann kom úr leyndum fylgsn- um, hann kóm allur frá brjósti, and- litsdrættirnir breyttust ekki við hann, en ljóminn óx og j)að fylgdi þessum hlátri svo mikil unun, kyrrð og fögnuður. Rg hef engan mann heyrt hlæja eins og ömmu mína, nema Jón son hennar. Ég kynntist henni náið í Reykja- hjáleigú. Ég átti því láni að fagna að fá að vera þar í nokkur sumur. Það fór ekki mikið fyrir henni á heimilinu. Það fór eiginleg'a ekki mikið fyrir neinum á því heimili. Þar ríkti alltaf kyrrð, næstum því gleðirík þögn ef ég má svo að orði komast. Húsmóðirin var ákaflega vel gerð kona. Hún var stjórnsöm að vísu, ekki get ég talað um aga- semi í sambandi við stjórn þess heimilis, heldur kyrröarstjórn, þannig að það var eins og augnatil- litið eitt nægði til þess að verk væri unnið. Amma mín sat oftast á rúmi sinu og prjónaði. Hún sat þar á morgnana þegar ég vaknaði og hún sat þar á kvöldin þegar ég sofnaði. Mér finnst eins og henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Jónína var hrifgjörn. Henni þótti ákaflega vænt um hesta. Þó man ég ekki eftir því, að hún færi nokkru sinni í útreið- artúra. En ef hún sá „hvítan“ hest, (annars voru ailir hvítir hestar kallaðir gráir fyrir austan, en Jón- ína vildi ekki gera það) þá ljómaði hún, klappaði saman lófunum og kallaði: „Nei, sjáið blessaðan hvíta hestinn þarna niður á eyrunum.“ Þá reis amma úr sæti sínu hall- aði sér út i glugg'ann og sagði: „Já, þarna er hann blessaður. En svo var eins og hún vildi sefa fögnuð dóttur sinnar, því að hún bætti við: „Hvaða, hvaða? það er nú óþarfi að láta svona þó að maður sjái hvít- an hest í haga á sólskinsdegi.“ Hún ræddi oft við mig. Ekki man ég að hún segði mér sögur, en hún gaf mér heilræði, sem ég' heyrði svo mörgum árum seinna af munni Jóns sonar hennar: „Þú getur ekki róið. Þú getur ekki skorið torf. Þú getur ekki farið i leitir. Þú getur ekki slegið. Þú getur aldrei glímt, en þú getur þjálfað hugann, beitt hann jieirri leikfimi, sem aðrir beita líkamann. Lestu og lcstu aftur. Þetta skaltu gera, höfð- ingskollurinn minn.“ Svona talaði hún við mig og sjaldan nefndi hún mig annað en „höfðingskollinn sinn.“ Og hló þá sínum hlýja hlátri frá heitu og stóru hjarta. VI. Ég hef áður minnst á það, að tíu börn sín missti amma mín úr barnaveiki á fyrstu búskaparárum sínum, en önnur kvistuðust niður á ýmsan hátt, synir dóu í veri, aðr- ir fórust á sjó. Og þegar hún var níræð, munu aöeins sjö börn hennar hafa verið á lífi af tuttugu og tveim- ur, fimmtán voru dáin. Lifsreynsla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.