Úrval - 01.04.1965, Síða 37
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
35
hennar hafði því verið þungbær,
en svo ótrúlegt sem það er, verð
ég að segja það, að ég man ekki
eftir því, að ég sæi hana dapra.
Tvisvar sinnum sá ég þó kyrrláta
hryggð á hennii.
Það var einu sinni, að hún gældi
við lítið barn. Allt í einu stöðvuð-
ust gömlu hendurnar og hún varð
fjarræn á svipinn. Ég innti hana
eftir þessu og hún sagði:
„Það er bara þetta, að ég er hætt
að geta glaðzt þegar ég sé lítil börn.
Það kemur til af því, að veröldin
er svo iiörð og lífið svo erfitt.“
Eftir að hún var komin til Reykja-
víkur, var ég samvistum við hana
um hríð. Ég held að það hafi vcrið
síðasta aðfangadagskvöldið, sem
við áttum heima undir sama þaki,
að ég kom að henni þar sein hún
hafði hallað sér út af og snúið sér
til veggjar. Ég snart við henni og
hún leit við mér. Þá sá ég fyrstu
tárin, sem ég hafði séð í augum
hennar.
Ég sagði:
„Einu sinni mun hafa verið
hávaðasamara í kringum þig á jól-
um en nú er, amma mín.“
Og hún sagði:
„Já, það er einmitt það.“
Börn hennar, sem ég hef þekkt
báru lotningu fyrir henni. Jón son-
ur hennar kallaði hana aldrci
mömmu. Alltaf sagði hann:
„Móðir mín sagði mér.“ „Móðir
mín brýndi i'yrir mér.“
Og alltaf, þegar hann ræddi um
móður sina, varð hann hátíðlegur.
— Og þannig var það enn þegar
ég talaði síðast við hann í fyrra
tæplega hundrað og tvegja ára gaml-
an.
Þessi saga er ekki lengri. Ég finn
það og ég veit það, að áhrif jiess-
arar konu, sem fæddist fyrir hundr-
að tuttugu og fimm árum, vara enn
og munu vara í afkomendum hennar
um langa framtíð.
ESV.
Alþjóðleg stjórnmál líkjast nútímalist að því leyti, að jafnvel þótt
maður haldi, að allir séu að gera að gamni sínu, verður maður að taka
öllu sem rakinni alvöru.
William A. Orton
Það er eins með ellina og allt annað. Til þess
þvi sviði, verður maður að byrja ungur.
að maður nái langt á
Felix Marten
Við verðum að bera virðingu bæði fyrir pipulagningamönnunum okkar
og heimspekingum, þvi að annars geta hvorki pipurnar okkar né kenn-
ingarnar haldið vatni.
John Gardner