Úrval - 01.04.1965, Page 39
HJARTASLAfí OG VARNIR GEGN ÞVI
37
gerð, sem mestar líkur eru til, að
fái hjartaslag. (Segja má, að konur
séu næstum ónæmar fyrir sjúkdómi
þessum, á meðan þær eru á barn-
eignaraldri. En eftir þann tíma
er þeim yfirleitt jafn hætt við
sjúkdómi þessum og körlum.)
Maðurinn er þrekinn og vöðva-
mikill, andlitið sterklegt og vöðva-
mikið, sterklegir kjálkar. Hann er
oftast lægri en meðallag, stórbein-
óttur og með stór liðamót. Hann er
bringubreiður, befur góða axlar-
vöðva, mjókkar yfirleitt frá öxlum
að mjöðmum, er með sterka fót-
leggjavöðva og breiðar, sterklegar
hendur. Hann lítur út fyrir að vera
of þungur, en það furðulega er, að
hann er það ekki nærri alltaf.
Hann gæti verið banlcastjóri, lög-
fræðingur, vörubílstjóri, slátrari
eða þjónn. Já, hann gæti tilheyrt
næstum hvaða stétt sem er.
Líklega mundi hann skýra frá
því, að annað livort móðir hans
eða faðir ellegar þá bróðir hans
hafi fengið hjartaslag. Væri hann
spurður nánar um þetta, kynni
hann að minnast þess, að hann
hefur orðið var við meltingartrufl-
anir upp á síðkastið, þótt svo sé
ekki alltaf. Ef til vill hefur hann
þjáðst af gigt eða liðaveiki, sykur-
svki eða of háum blóðþrýstingi.
Er þetta nægilegt til þess að
skýra okkur án alls vafa frá því,
að maður þessi eigi hjartaslag í
vændum? Nei, en þetta er þó byrj-
un. Næsta skrefið væri að fram-
kvæma allmargar lífefnafræðilegar
prófanir til þess að ganga úr skugga
um, hversu mikil fita, cholesterol
og þvagsýra sé í blóðvatni hans.
Eftir að hafa fengið allar þess-
ar upplýsingar, er nú hægt að spá
fyrir um það með mikilli ná-
kvæmni, hvort hjartaslag sé að
búa um sig hjá manni þessum eða
ekki. Aðferð sú, sem notuð er, er
kölluð „coronary-profile score
chart“, sem er einskonar einkunn-
blað, er sýnir hversu miklar líkur
eru fyrir því, að kransæðasjúkdóm-
ar séu að búa um sig hjá viðkom-
andi manni (kransæðasjúkdóma-
kort). Kransæðarannsókn, sem
skipulögð var árið 1964 af hinum
fræga hjartasérfræðingi dr. Paul
Dudley White og framkvæmd á
vegum læknadeildar Harvardhá-
skóla og Almenningssjúkrahúss
Massachusettsfylkis, lagði grund-
völlinn að því, hvernig slík lækn-
isskoðun skyldi framkvæmd, og
þeim ályktunum, sem dregnar
skyldu af henni.
600 menn, sem starfa hjá nokkr-
um stórfyrirtækjum í New York
borg, buðu sig fram sem sjálfboða-
liða til slíkrar árlegrar læknisskoð-
unar. Og árangur þessara kerfis-
bundnu læknisskoðana á mönnum
þessum hefur sannað ágæti þessa
rannsóknarkerfis. Af hóp þessum
voru 38 menn, sem virtust hafa
miklar líkur til að fá fyrr eða sið-
ar hjartaslag, og voru þeir í mesta
hættuflokknum. Og innan þriggja
ára höfðu flestir þessara manna
fengið slikt hjartaslag. Sá háttur
er nú hafður á meðal starfsmanna
stórfyrirtækja þessara, að virðist
einhver þeirra hafa likur til að
fá hjartaslag, jafnvel þótt slíkar
líkur séu ekki miklar, verður hann
strax að hlíta sérstökum lífsreglum,