Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 39

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 39
HJARTASLAfí OG VARNIR GEGN ÞVI 37 gerð, sem mestar líkur eru til, að fái hjartaslag. (Segja má, að konur séu næstum ónæmar fyrir sjúkdómi þessum, á meðan þær eru á barn- eignaraldri. En eftir þann tíma er þeim yfirleitt jafn hætt við sjúkdómi þessum og körlum.) Maðurinn er þrekinn og vöðva- mikill, andlitið sterklegt og vöðva- mikið, sterklegir kjálkar. Hann er oftast lægri en meðallag, stórbein- óttur og með stór liðamót. Hann er bringubreiður, befur góða axlar- vöðva, mjókkar yfirleitt frá öxlum að mjöðmum, er með sterka fót- leggjavöðva og breiðar, sterklegar hendur. Hann lítur út fyrir að vera of þungur, en það furðulega er, að hann er það ekki nærri alltaf. Hann gæti verið banlcastjóri, lög- fræðingur, vörubílstjóri, slátrari eða þjónn. Já, hann gæti tilheyrt næstum hvaða stétt sem er. Líklega mundi hann skýra frá því, að annað livort móðir hans eða faðir ellegar þá bróðir hans hafi fengið hjartaslag. Væri hann spurður nánar um þetta, kynni hann að minnast þess, að hann hefur orðið var við meltingartrufl- anir upp á síðkastið, þótt svo sé ekki alltaf. Ef til vill hefur hann þjáðst af gigt eða liðaveiki, sykur- svki eða of háum blóðþrýstingi. Er þetta nægilegt til þess að skýra okkur án alls vafa frá því, að maður þessi eigi hjartaslag í vændum? Nei, en þetta er þó byrj- un. Næsta skrefið væri að fram- kvæma allmargar lífefnafræðilegar prófanir til þess að ganga úr skugga um, hversu mikil fita, cholesterol og þvagsýra sé í blóðvatni hans. Eftir að hafa fengið allar þess- ar upplýsingar, er nú hægt að spá fyrir um það með mikilli ná- kvæmni, hvort hjartaslag sé að búa um sig hjá manni þessum eða ekki. Aðferð sú, sem notuð er, er kölluð „coronary-profile score chart“, sem er einskonar einkunn- blað, er sýnir hversu miklar líkur eru fyrir því, að kransæðasjúkdóm- ar séu að búa um sig hjá viðkom- andi manni (kransæðasjúkdóma- kort). Kransæðarannsókn, sem skipulögð var árið 1964 af hinum fræga hjartasérfræðingi dr. Paul Dudley White og framkvæmd á vegum læknadeildar Harvardhá- skóla og Almenningssjúkrahúss Massachusettsfylkis, lagði grund- völlinn að því, hvernig slík lækn- isskoðun skyldi framkvæmd, og þeim ályktunum, sem dregnar skyldu af henni. 600 menn, sem starfa hjá nokkr- um stórfyrirtækjum í New York borg, buðu sig fram sem sjálfboða- liða til slíkrar árlegrar læknisskoð- unar. Og árangur þessara kerfis- bundnu læknisskoðana á mönnum þessum hefur sannað ágæti þessa rannsóknarkerfis. Af hóp þessum voru 38 menn, sem virtust hafa miklar líkur til að fá fyrr eða sið- ar hjartaslag, og voru þeir í mesta hættuflokknum. Og innan þriggja ára höfðu flestir þessara manna fengið slikt hjartaslag. Sá háttur er nú hafður á meðal starfsmanna stórfyrirtækja þessara, að virðist einhver þeirra hafa likur til að fá hjartaslag, jafnvel þótt slíkar líkur séu ekki miklar, verður hann strax að hlíta sérstökum lífsreglum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.