Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 41
HJARTASLAG OG VARNIR GEGN ÞVÍ
39
til vill ekki fram, fyrr en sjúkling-
urinn er kominn á sextugs eða sjö-
tugsaldur, þótt samsöfnun fituagn-
anna kunni að hefjast á þrítugs-
eða fertugsaldri mannsins. En það
er hægt að stöðva þessa þróun og
eyða jafnvel einhverjum hluta
þesarar fitu, ef slíkt er reynt í
tíma. En þegar þróun þessi er kom-
in á lokastigið og' hluti slagæðar-
vefs liefur kalkað, er slíkt óum-
breytanlegt.
LÍKURNAR FYRIR IIJARTASLAGl
Þegar við unnum að þvi að búa
til kerl'i til jjess að meta líkurn-
ar fyrir lijartaslagi, þá bjuggum
við til margs konar töflur, sem sýna
hið flókna samband og innbyrðis-
tengsli allra þeirra þátta, sem vit-
að er, að eigi aðild að hjartaslagi.
Rannsókna- og tilraunastarf þetta
hefði verið óframkvæmanlegt án
hjálpar rafeindaheila, því að um
var að ræða samtals 8 breytilega
þætti, og því voru möguleg tengsl
8 i áttunda veldi. Þannig gcta upp-
lýsingar um einn mann sýnt um
16 milljón mismunandi möguleika.
En með töflum þessum og nokkrum
einföldum prófunum getur læknir
þinn fljótlega metið likur ])ínar
fyrir hjartaslagi.
Þættir þeir, sem notaðir voru við
þessa útreikninga, grundvölluðust
á nákvæmum athugunum á mörgum
mönnum, sem þjáðst höfðu af sjúk-
dómi þessum. Má þar t. d. nefna:
Cholesterol:
Þetta fasta, vaxkennda efni er i
mörgum fæðutegundum, sem við
neytum, og' er nauðsynlegt lieilsu
manna. Cholesterol er um 5% fastra
efna í heila og taugavefjum, og á-
litið er, að það hafi þar hlutverki
að gegna, hvað taugaviðbrögð
snertir. Úr því er einnig unnið
efni í vaka (hormóna) fyrir karla
og konur.
Læknar óttast aðeins návisi þess
i hlóði manna, þegar það er þar
fyrir hendi í óeðlilega miklu magni,
vegna þess að cholesterol er eitt
efnanna i fitukúlum þeim, sem finn-
ast í sjúkum æðum. Þvi er það
þýðingarmikill þáttur, þegar meta
skal likur fyrir hjartaslagi, en það
er langt frá þvi að vera eini söku-
dólgurinn.
Þvugsýra. Þegar likaminn brenn-
ir eldsneyti sínu, fitu, kolvetnum
og eggjahvítuefnum, myndast viss
úrgangsefni, og er eitt þeirra þvag-
sýra. Ef of mikil þvagsýra safnast
fyrir í líkamanum vegna jafnvægis-
skorts í efnavinnslu líkamans, koma
fram einkenni gigtar eða liðaveiki.
Og þegar slík gigt þjáir menn, hætt-
ir kransæðunmn fremur við að
sýkjast fyrr en ella. Þvi er þvag-
sýrumagnið í blóðinu mjög þýð-
ingarmikil bending þess, að mann-
inum sé liætt við hjartaslagi.
Líkamsbygging. Ekki er vitað um
öll tengslin milli líkamsbyggingar
og tilhneigingar til kransæðasjúk-
dóma. En mjög athyglisverðar stað-
reyndir koma í ljós, þegar hópur
ungra kransæðsjúklinga er borinn
saman við annan hóp, sem ekki hef-
ur fengið þennan sjúkdóm. Það eru
t. d. meira en tvisvar sinnum fleiri
i hópi kransæðasjúklinganna, sem
eru þreknir, vöðvamiklir, sérstak-
lega framsæknir og kappgjarnir