Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 43
HJARTASLAG OG VARNIR GEGN ÞVl
41
inu, hefðir þú vanrækt að leita
læknis.
Það er alveg nauðsynlegt, að þú
komist að því, hvort líkurnar fyrir
hjartaslagi eru raunverulega fyrir
hendi, ef þú ert kominn á fimmtugs-
aldur, hafir líkamsbyggingu, sem
álitin er auka þessar lílcur, og
hjartaslag sé ekki ótitt fyrirbrigði
meðal náinna ættingja þinna. Reyn-
ist líkurnar vera töluverðar, mun
aldur þinn samt ekki draga úr von-
inni um árangursríka meðhöndlun.
Jafnvel þótt sjúkdómurinn sé orð-
inn slíkur, að ekki sé hægt að lækna
hann, og þú leitir meðhöndlunar
aðeins nokkrum mánuðum áður en
hjartaslagið hefði líklega átt sér
stað, þá verða samt miklir mögu-
leikar á því, að slagið verði ekki
nærri eins alvarlegt og það hefði
annars orðið.
Ég sný mér sérstaklega til eigin-
kvenna manna þeirra, sem hafa
töluverðar eða miklar likur til að
fá hjartaslag. Þú skilur eiginmann
þinn betur en nokur annar. Mörg-
um mönnum hættir til þess að fresta
því að taka nokkrar ákvarðanir
viðvíkjandi heilsu sinni, einkum
ef þeir eru að reyna að brjótast á-
fram. Eiginkona sú, sem tekur á
sig þá ábyrgð að sjá til þess, að
maðurinn hennar fari í rannsókn
i tíma og hagi sér samkvæmt lækn-
isráðum, mun um leið tryggja ör-
yggi og vellíðan sjálfrar sín og allr-
ar fjölskyldunnar á komandi árum,
vegna þess að það er hægt að
koma í veg fyrir þetta mögulega
hjartaslag eiginmanns hennar.
NÚ GETUR HVER OG EINN BÆTT FLUOR 1 NEYZLUVATN SITT.
Það má segja, að fluor sé jafnmikið deiluefni og kynþáttavandamál-
ið. Sumir vilja, að því sé bætt I neyzluvatnið, en aðrir hata það og
óttast sem sjálfa pestina. Nú er hægt að færa þeim gleðifréttir, sem
vilja fluor í vatnið, en húa ekki á svæðum, þar sem því er bætt í vatns-
veitukerfið. Nú getur hver og einn gert slíkt á eigin heimili.
1 U.S. News & World Report er skýrt frá því, að skattgreiðendur,
sem kaupa slíkan fluorútbúnað og láta setja hann upp á heimili sínu,
geti dregið slikt frá sem sjúkrakostnað og læknishjálp á skattskýrslum
sínum, og muni skattayfirvöldin viðurkenna slíkt, svo framarlega sem
tannlæknir hefur mælt með þessu.
Þetta kann að vera skynsamleg lausn á þessu vandamáli. Lofum þeim
að fá fluor, sem það vilja. Lofum þeim að fá það með hjálp heimilis-
tækja, sem færa má sem frádráttarlið á skattskýrslum. Þannig er
málið leyst. Þeir fá fluor, sem það vilja, en hinir, sem álíta það algert
eitur, geta sofið í ró og næði. Reader’s Digest
Enginn maður er veikari en maðurinn, sem er veikur á frídegi.
Bill Vaughan