Úrval - 01.04.1965, Side 50
RAUÐIR
HUNDAR
Eítir Dr. Joyce Wright.
Rauðir hundar er sjákdómur
sem alltaf er rannsóknarefni.
EGAR MARY vaknaði á
giftingardaginn, leið
henni illa, og henni
fannst hún vera með
hita. Hún hafði einnig
höfuðverk. Hana verkjaði i allan
líkamann, og hún var að velta því
fyrir sér, hvernig hún myndi þrauka
þennan merkisdag ævi sinnar allt
til enda. Auðvitað tókst henni það.
Slíkt tekst brúðinni ætíð. Meðan
á sjálfri vígslunni stóð, var John
brúðgumi hennar öðru hverju að
gefa henni auga. Hún var stöðugt
að verða rauðleitari i framan.
Hann velti því fyrir sér, hvað gæti
verið að. Það varð augljóst, þegar
þau gengu fram i skrúðhúsið til
þess að skrifa nöfn sin í kirkju-
bókina. Mary lyfti brúðarslörinu,
og þá sást, að andlit hennar var
alþakið merkjum um rauða liunda.
Þannig hefjast rauðir hundar
oft hjá ungu fólki. Oft finnur það
til lasleika og hitavotts í nokkra
daga. Kirtlarnir aftan á hálsi og
höfði bólgnna, augun verða veiklu-
leg og hálsinn aumur. Og svo koma
rauðir flekkir i ljós og oft mjög
fljótlega, likt og því var farið um
Mary. Hjá börnum er það einmitt
oft og tiðum fyrsta merldð um sjúk-
dóminn. Dílarnir koma fyrst fram
á hálsi og andliti og breiðast síðan
út um allan likamann. Venjulega
dofna þeir og hverfa á nokkrum
dögum. En þeir geta jafnvel horfið
á einum degi eða nokkrum klukku-
stundum. Oft koma ekki fram neinir
rauðir flekkir, og þá gerir sjúkl-
ingurinn sér oft og tíðum ekki grein
fyrir því, að hann hafi fengið sjúlc-
dóm þennan. Rati er venjulega skjót-
ur og alger.
En stundum hefur sjúkdómur
joessi ill eftirköst. Sjúklingurinn
getur fengið heila- eða heilahimnu-
bólgu. Venjulega batnar sjúklingn-
um aftur, en þetta getur haft það
í för með sér, að minni háttar
breytingar verði á heilabylgjum
hans. Einnig getur sjúkdómurinn
haft i för með sér tilhneigingu til
blæðinga, annað hvort inn undir
húð eða slímhúð i munni og nefi
eða úr nýrum. Slikt er þó sjaldgæft.
Algengt er, að sjúkdómur þessi
hafi í för með sér illkynjaða liða-
gigt eða bólgu i liðum, einkum í
stálpuðum stúlkum og konum. Oft
veldur slíkt aðeins venjulegum
vöðvaverkjum, en þó getur verið
um alvarlegri tegund þess kvilla
að ræða, svo sem bólgu, roða og
vökvastreymi inn á liðina. Getur
þessi kvilli komið fram í hvaða
liðamótum sem er, en algengast
er, að hann komi fram í liðamót-
um á fingrum, höndum eða úlnlið-
um. Venjulega dregur úr verkinum
48
— Family Doctor —