Úrval - 01.04.1965, Side 55

Úrval - 01.04.1965, Side 55
RAUÐlfí HUNDAR 53 í einu ríki Bandurikjanna, þar sem rauðir hundar eru algengir, er fylgzt náið með þessari þróun. Einn sérfræSingur þar segir svo um þetta: „Álirif þjóSfélagslegra aSstæSna á rauðu hundana eru kannski aðeins að byrja að koma í ljós núna og eiga kannski eftir að aukast mjög.“ Algert ónæmi allra stúlkna áður en þær komast á barn- eignaaldurinn mundi leysa þetta vandamál, því að yfirleitt veitir sýking varanlegt ónæmi. Til þess að flýta fyrir þessu ó- næmi senda mæður stundum litlar dætur i heimsókn til vinkvenna þeirra, sem fengið hafa rauðu lnind- ana. Slikar heimsóknir eru þó ekki alveg hættulausar. Hið sjúka barn gæti verið með annan og liættu- legri sjúkdóm. Viss lömunarveiru- sýking veldur sams konar flekkjum og upphlaupi og þegar um rauöa hunda er að ræða. En fái litli gest- urinn rauða hunda, verður hann um leiö smitberi, því að veiran getur búið um sig í hálsinum i heila viku, áður en einkennin koma í ljós, og einnig í nokkra daga eftir að þau eru horfin. Og á þessum með- göngutíma sjúkdómsins gæti telpan sýkt þungaða konu af rauðu hund- unum, ef til vill sína eigin móður, og afleiðingarnar af þessu gætu orð- ið alvarlegar. Til allrar hamingju er ef til vill ekki langt að biða þess, að völ verði á öruggari og kerfisbundnari að- ferðum til þess að tryggja ónæmi gegn rauðum hundum. Rannsókn- ir og prófanir slíkra bóluefna gegn sjúkdómi þessum eru þegar hafnar. Nú sem stendur koma vissar tækni- legar hindranir i veg fyrir skjótar framfarir í þessu efni. En þegar þeim hefur verið rutt úr vegi, þá mun sú ósk verða að raunveruleika að hægt verði að gera telpur ó- næmar gegn rauðum hundum. Nú þegar er verið að vinna að þvi að framleiða lyf, er verki gegn veir- um þessum. Sá tími getur komið, að þessi lyf muni einnig geta stuðl- að að því að halda sjúkdómi þess- um i skefjum. Til allrar hamingju er það ó- venjulegt, að þungaðar konur sýk- ist af rauðum hundum. Og því er áðeins hægt að rekja meðfædda líkamsgalla í litlum mæli til rauðra hunda, þegar miðað er við liinar ýmsu orsakir slikra galla saman- lagðar. En sú uppgötvun, að rauðu hundarnir geta valdið slíkum lík- amsgöllum, reynist visindamönnum nytsöm leiðbeining. Hún sýndi, að ekki eru allir meðfæddir gallar af völdum erfðajjátta. Skaðleg áhrif umheimsins geta náð til fósturs- ins gegnum likama móðurinnar og valdið liví, að þróun líkamsbygging- ar fóstursins verður ekki eins og hún á að vera. Rannsókn með- fæddra likamsgalla tekur þvi nú einnig í ríkum mæli til ýmissa ytri þátta, sem geta skaðað fóstrið á meðgöngutímanum. Nú hafa rann- sóknir á rauðum hundum færzt í aukana að nýju, og i framtíðinni kunna þær rannsóknir að geta veitt nýja möguleika á að koma einnig i veg fyrir ýmsa líkamsgalla, sem rekja má til annarra þátta en sjúk- dóms þessa, og sigrazt á aðstæðum þeim, sem eru þeim valdandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.