Úrval - 01.04.1965, Síða 55
RAUÐlfí HUNDAR
53
í einu ríki Bandurikjanna, þar
sem rauðir hundar eru algengir,
er fylgzt náið með þessari þróun.
Einn sérfræSingur þar segir svo
um þetta: „Álirif þjóSfélagslegra
aSstæSna á rauðu hundana eru
kannski aðeins að byrja að koma
í ljós núna og eiga kannski eftir
að aukast mjög.“ Algert ónæmi allra
stúlkna áður en þær komast á barn-
eignaaldurinn mundi leysa þetta
vandamál, því að yfirleitt veitir
sýking varanlegt ónæmi.
Til þess að flýta fyrir þessu ó-
næmi senda mæður stundum litlar
dætur i heimsókn til vinkvenna
þeirra, sem fengið hafa rauðu lnind-
ana. Slikar heimsóknir eru þó ekki
alveg hættulausar. Hið sjúka barn
gæti verið með annan og liættu-
legri sjúkdóm. Viss lömunarveiru-
sýking veldur sams konar flekkjum
og upphlaupi og þegar um rauöa
hunda er að ræða. En fái litli gest-
urinn rauða hunda, verður hann um
leiö smitberi, því að veiran getur
búið um sig í hálsinum i heila viku,
áður en einkennin koma í ljós, og
einnig í nokkra daga eftir að þau
eru horfin. Og á þessum með-
göngutíma sjúkdómsins gæti telpan
sýkt þungaða konu af rauðu hund-
unum, ef til vill sína eigin móður,
og afleiðingarnar af þessu gætu orð-
ið alvarlegar.
Til allrar hamingju er ef til vill
ekki langt að biða þess, að völ verði
á öruggari og kerfisbundnari að-
ferðum til þess að tryggja ónæmi
gegn rauðum hundum. Rannsókn-
ir og prófanir slíkra bóluefna gegn
sjúkdómi þessum eru þegar hafnar.
Nú sem stendur koma vissar tækni-
legar hindranir i veg fyrir skjótar
framfarir í þessu efni. En þegar
þeim hefur verið rutt úr vegi, þá
mun sú ósk verða að raunveruleika
að hægt verði að gera telpur ó-
næmar gegn rauðum hundum. Nú
þegar er verið að vinna að þvi að
framleiða lyf, er verki gegn veir-
um þessum. Sá tími getur komið,
að þessi lyf muni einnig geta stuðl-
að að því að halda sjúkdómi þess-
um i skefjum.
Til allrar hamingju er það ó-
venjulegt, að þungaðar konur sýk-
ist af rauðum hundum. Og því er
áðeins hægt að rekja meðfædda
líkamsgalla í litlum mæli til rauðra
hunda, þegar miðað er við liinar
ýmsu orsakir slikra galla saman-
lagðar. En sú uppgötvun, að rauðu
hundarnir geta valdið slíkum lík-
amsgöllum, reynist visindamönnum
nytsöm leiðbeining. Hún sýndi, að
ekki eru allir meðfæddir gallar af
völdum erfðajjátta. Skaðleg áhrif
umheimsins geta náð til fósturs-
ins gegnum likama móðurinnar og
valdið liví, að þróun líkamsbygging-
ar fóstursins verður ekki eins og
hún á að vera. Rannsókn með-
fæddra likamsgalla tekur þvi nú
einnig í ríkum mæli til ýmissa ytri
þátta, sem geta skaðað fóstrið á
meðgöngutímanum. Nú hafa rann-
sóknir á rauðum hundum færzt í
aukana að nýju, og i framtíðinni
kunna þær rannsóknir að geta veitt
nýja möguleika á að koma einnig
i veg fyrir ýmsa líkamsgalla, sem
rekja má til annarra þátta en sjúk-
dóms þessa, og sigrazt á aðstæðum
þeim, sem eru þeim valdandi.