Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 60
58
ÚRVAL
bæja, sem eru langt frá heimili
þeirra, finnst þeim sem þeir geti
hegðað sér miklu verr en þeir
þyrðu að gera í návist nágranna
sinna heima.
Hvað er hægt að gera til úrbóta?
Hvernig getá þjóðir jjær, sem eru
að reyna að bæta lífskjör sín, kom-
izt hjá því að ala um leið með sér
heilar hjarðir barna, sem eru á
öndverðum meiði við þjóðfélagið?
Margt er nú þegar reynt í þessu
efni, og oft bera slikar tilraunir
mjög uppörvandi árangur. Danir
hafa t. d. hafizt handa á myndar-
legan hátt til þess að bjarga ungl-
ingum sínum frá „hættum" vel-
megunarinnar. í nágrannalöndun-
um hafa unglingaafbrot vaxið ó-
hugnanlega, en í Danmörku er þeg-
ar farið að draga úr þeim. í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar voru
aðeins 40 æskulýðsklúbbar á veg-
um bæjar- og sveitarfélaga í Dan-
mörku, en nú eru um 600 slíkir
klúbbar i landinu, reknir af opin-
berum aðilum og samtökum. Þar
geta unglingarnir valið um 25 mis-
munandi viðfangsefni, leiklist, i-
þróttir, tungumálanámskeið, föndur
og alls konar handiðnir, ódýrar
sumarleyfisferðir til útlanda, jafn-
vel hjálp við heimanám fyrir skól-
ann.
í Osló eru jiað fyrrverandi
skemmdarvargar, sem vinna nú með
mjög góðum árangri gegn skemmd-
arverkum. Á hverju kvöldi er um
heil tylft slíkra sjálfboðaliða á aldr-
inum 14—18 ára á verði í Frogner-
garðinum til þess að vernda hinar
heimsfrægu höggmyndir Vigelands,
er garð þann prýða, en áður gátu
unglingarnir ekki látið þær í friði.
Piltar jjessir eru einnig á verði
við sundlaugina i garðinum og
ferðast um í sporvögnum borgar-
innar til þess að koma í veg fyrir,
að sætisáklæði sé skorið og skemmt.
„Meira en helmingurinn af hinum
130 meðlimum okkar eru fyrrver-
andi skemmdarvargar og upp-
vöðsluseggir,“ segir Christian
Trampe Bödtker, æskulýðsleiðtogi,
sem kom varðliði þessu á laggirnar
fyrir 6 árum. „Þeim finnst það
alveg eins æsandi að vinna með
lögreglunni eins og gegn henni.“
í hafnarborginni Norrköping i
Svíþjóð er unnið með góðum ár-
angri að lausn þess vandamáls, sem
skapazt hefur vegna þeirra sænsku
vandræðaunglinga, sem aka um allt
í bilum og á bifhjólum. Þar keypti
bæjarfélagið stórt sumarsetur rétt
við borgina og breytti þvi í bifhjóla-
og bílamiðstöð. Öllum „röggurum“
er frjálst að gerast meðlimir í fél-
agsskap þessum. f fyrstu litu þeir
tortryggnum augum á allan útbún-
aðinn, en svo kom, að þeir tóku
þátt í starfseminni, og sýndu þeir
alveg eldlegan áhuga. Nú eru þeir
búnir að leggja þarna tveggja mílna
langa kappakstursbraut fyrir bif-
hjól. Þarna eru risin upp fullkomin
viðgerðarverkstæði. Þar eru haldin
námskeið í tæknilegum fræðum og
ýmsum handiðnum. Þar eru jafnvel
haldin snyrtinámskeið fyrir stelp-
urnar, þar sem þeim er kennd
snyrting og sómasamlegar umgengn-
isvenjur. Margir meðlimir félags-
samtakanna eru að vísu fyrrver-
andi lögbrjótar, en samt eru
skemmdarverk og þjófnaður alger-