Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
hendi, bauð hann mér til kvöldverð-
ar. Ég þáði boöið. Að loknum dýr-
um málsverði fórum við á nætur-
klúbb, og að lokum hafði hann eytt
miklu meiri peningum en gróði
hans hafði verið. Svona er fram-
koma þessa prýðisfólks.
Eftirfarandi saga gefur til kynna
í hverju sálarfræði þessa fólks er
fólgin. Kennari i Lebanon spurði
litinn dreng hve mikið tveir sinnum
tveir væru. Drengurinn svaraði:
„er ég að selja eða kaupa?“
Þegar landgöngusveitir banda-
ríska sjóhersins gengu á land árið
1958 til að vernda Lebanon gegn
hugsanlegum yfirgangi kommúnista,
komu á móti þeim Coco-Cola far-
andsalar. Krossfarar brenndu
liverja borgina af annarri i Mið-
austurlöndum, en ekki Beirut, sök-
um þess, að Beirut-búar komu á
inóts við þá sem kaupmenn með
varning til sölu í stað þess að veita
viðnám.
MILLILIÐIR í HEIMSVIÐSKIPTUM
Það sem gerir þennan feikilega
uppgang í Beirut furðulegan, er
sú staðreynd, að Lebanon hefur
lítið til að selja og svo að segja
engan iðnað. En borgin býður þjón-
ustu. Hún er hinn mikli milliliður
í heimsviðskiptum. Sem dæmi má
nefna: Brasilíu vantaði olivuoliu.
Yafibræðrunum tókst að útvega
4000 tonn frá Grikklandi. Irak
vantaði bygg. Yafibræðurnir gengu
til verks að nýju og tókst að fá
byggið — frá Iran. Svíum þykir
góð skjaldbökusúpa. Hverjum tókst
að uppgötva, að Svíum þætti þessi
réttur hnossgæti og útvegaði þeim
skjaldbökur? Annar Lebanon-búi,
Janodur að nafni, og landi hans,
sem var búsettur á hinum skjald-
bökuauðugu Seychelles eyjum í
Indlandshafi. Svíarnir fengu slcjald-
hökurnar, og eyjarnar eignuðust
nýtt markaðsland, og Janodur,
milliliðurinn, vann sér inn drjúg
umboðslaun.
En einfaldasta og mikilvægasta
skýringin á þessari miklu fram-
þróun er olíuvinnsl'an. Lebanon
framleiðir enga olíu sjálft, en hver
eyrir í Lebanon er gegndrepa af
olíu. Sem höfuðborg verzlunar í
Miðausturlöndum, fara í gegnum
Beirut 450 milljónir sterlingspunda
árlega af olíupeningum frá Saudi
Arabíu, Kuwait, Qatar, Libíu, o.s.
frv. Tvær olíuleiðslur hafa endastöð
í landinu. Fyrir rennandi olíuna
koma greiðslur; fyrir hreinsun
hennar koma greiðslur; fyrir
geymslu hennar koma greiðslur;
fyrir að setja hana á flutningageyma
koma greiðslur. Allar þessar greiðsl-
ur enda í peningahirslum í Beirut,
annað hvort í eigu éinstaklinga eða
ríkiskassann. Hér um bil allt, sem
framkvæmdastjórar og starfsmenn
í olíuvinnslustöðvunum þarfnast til
daglegra nota og neyzlu, svo sem
matvæli, fatnaður o.s.frv., er keypt
greitt og flutt frá Beirut.
AUÐKÝFINGAR EYÐIMERKUR-
INNAR
Hingað koma hinir oliu-ríku Ar-
abahöfðingjar til að festa fé sitt
og eyöa því. Þeir aka um göturnar
i stærstu gerð híla, kaupa liótel
handa konum sínum (og reisa háa
veggi kringum þau). Þegar þeir