Úrval - 01.04.1965, Síða 66
64
ÚRVAL
base). Síðan er það sent til Beirut.
Þar taka við því menn á hraðbát-
um og þessum skaðræðisflutning
er komið áleiðis með því að kasta
böggli til einhvers samverkamanns
á þilfari flutningaskips, samkvæmt
ákveðnum fyrirmælum um stefnu-
stað. Næsti áfangastaður er Mar-
seille eða Genf, þar sem því er síð-
an breitt í heroin, en smásöluverð-
ið á því í New York getur verið
250 sterlingspund únsan.
FJÁ RA FLA MENNIRNIR
Fyrir unga og áhugasama menn
er Beirut borg tækifæranna. - Mér
voru sagðar sögur af að minnsta
kosti 30 mönnum, sem byrjað höfðu
fátækir og orðið allt að því millj-
ónamæringar.
Yusif K. Bedas, sonur grísks
skólakennara mótmælendatrúar i
Palestinu, kom til Beiruí sem flótta-
maður. Hann kom peningalaus til
borgarinnar, en hófst handa í skrif-
stofu á fjórðu hæð. í skrifstofunni
voru svo að segja engir aðrir munir
en talsimi. Hann byrjaði sem pen-
ingavíxlari (changing money), en
Kóreustyrjöldin, sem lamaði banka-
stofnanir, skapaði honum tækifær-
ið, hann opnaði lítinn banka, og
varð ríkur maður á svipstundu.
Banki hans, Intra Bank, færði út
kvíarnar, og befur nú útibú í Paris,
London, New York, Afriku, og starf-
semi hans nær til Sviss og Suður-
Ameríku.
Abou Haidar var ungur Lebanon-
búi, sem starfaði fyrir ameríska
olíufélagið í Saudi Arabíu. Þar eð
honum var Ijóst, að félagið, könn-
unarsveitir þess og dælustöðvarnar
þörfnuðust mikilla birgða ávaxta,
grænmetis og kjötmetis, sagði hann
up starfi sínu og fékk banka í Bei-
rut til að veita sér peningalán.
Þótt hann kynni ekki að fljúga og
hefði litla tæknilega þekkingu á
flugvélum keypti hann úr sér gengn-
ar York flugvélar og tókst að gera
úr þeim fimm vel flughæfar vélar.
Með þessum vélum flutti hann vista-
farma frá Lebanon inn á eyðimörk-
ina. Siðar fékk hann sér flugvélar
af gerðinni DC-4, hóf flutninga á
öðrum varningi og gaf starfsem-
inni nafnið Trans Mediterranean
Airways (TMA) — eina loftflutn-
ingafélagið í Miðausturlöndum. Nú
fljúga vélar hans líka til Frankfurt
og London. Flugvélar hans eru flest-
ar af gerðinni DC-6. Nú, 35 ára að
aldri, er Haidar auðugur maður.
Jafnvel í þessari sérstöku verzl-
unarborg eru peningar ekki allt.
í£g dvaldi þrjár vikur í Beirut og
það, sem ég mun lengst af minnast
er hlýja og vingjarnleiki fólksins
þar. Eirðarlaust fólk á ferð um
heiminn og horfir í austurátt til
Beirut getur verið þess fullvíst, að
bvað svo sem hendir í ókyrrð Mið-
austurlandanna, munu hinir skyn-
sömu og aðlaðandi borgarar varð-
veita griðarstað þennan til heilla
þeim, er þar dvelja.