Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 66

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL base). Síðan er það sent til Beirut. Þar taka við því menn á hraðbát- um og þessum skaðræðisflutning er komið áleiðis með því að kasta böggli til einhvers samverkamanns á þilfari flutningaskips, samkvæmt ákveðnum fyrirmælum um stefnu- stað. Næsti áfangastaður er Mar- seille eða Genf, þar sem því er síð- an breitt í heroin, en smásöluverð- ið á því í New York getur verið 250 sterlingspund únsan. FJÁ RA FLA MENNIRNIR Fyrir unga og áhugasama menn er Beirut borg tækifæranna. - Mér voru sagðar sögur af að minnsta kosti 30 mönnum, sem byrjað höfðu fátækir og orðið allt að því millj- ónamæringar. Yusif K. Bedas, sonur grísks skólakennara mótmælendatrúar i Palestinu, kom til Beiruí sem flótta- maður. Hann kom peningalaus til borgarinnar, en hófst handa í skrif- stofu á fjórðu hæð. í skrifstofunni voru svo að segja engir aðrir munir en talsimi. Hann byrjaði sem pen- ingavíxlari (changing money), en Kóreustyrjöldin, sem lamaði banka- stofnanir, skapaði honum tækifær- ið, hann opnaði lítinn banka, og varð ríkur maður á svipstundu. Banki hans, Intra Bank, færði út kvíarnar, og befur nú útibú í Paris, London, New York, Afriku, og starf- semi hans nær til Sviss og Suður- Ameríku. Abou Haidar var ungur Lebanon- búi, sem starfaði fyrir ameríska olíufélagið í Saudi Arabíu. Þar eð honum var Ijóst, að félagið, könn- unarsveitir þess og dælustöðvarnar þörfnuðust mikilla birgða ávaxta, grænmetis og kjötmetis, sagði hann up starfi sínu og fékk banka í Bei- rut til að veita sér peningalán. Þótt hann kynni ekki að fljúga og hefði litla tæknilega þekkingu á flugvélum keypti hann úr sér gengn- ar York flugvélar og tókst að gera úr þeim fimm vel flughæfar vélar. Með þessum vélum flutti hann vista- farma frá Lebanon inn á eyðimörk- ina. Siðar fékk hann sér flugvélar af gerðinni DC-4, hóf flutninga á öðrum varningi og gaf starfsem- inni nafnið Trans Mediterranean Airways (TMA) — eina loftflutn- ingafélagið í Miðausturlöndum. Nú fljúga vélar hans líka til Frankfurt og London. Flugvélar hans eru flest- ar af gerðinni DC-6. Nú, 35 ára að aldri, er Haidar auðugur maður. Jafnvel í þessari sérstöku verzl- unarborg eru peningar ekki allt. í£g dvaldi þrjár vikur í Beirut og það, sem ég mun lengst af minnast er hlýja og vingjarnleiki fólksins þar. Eirðarlaust fólk á ferð um heiminn og horfir í austurátt til Beirut getur verið þess fullvíst, að bvað svo sem hendir í ókyrrð Mið- austurlandanna, munu hinir skyn- sömu og aðlaðandi borgarar varð- veita griðarstað þennan til heilla þeim, er þar dvelja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.