Úrval - 01.04.1965, Síða 72
70
ÚRVAL
í fánum skrýdda stúku sína ásamt
fylgdarliði. Rathborne majór og
ungfrú Harris, gestir forsetans, sett-
ust í freinstu sætin og kona for-
setans dálítið aftar; en sjálfur sett-
ist forsetinn i ruggustól, sem stóð
aftast í stúkunni, því að hann var
dauðuppgefinn og gat varla veifað
til fólksins, sem fagnaði honum.
En þegar komið var að þriðja þætti,
var hann farinn að hafa ánægju
af leiknum. Hann var orðinn af-
þreyttur og undi sér vel. Hann hall-
aði sér áfram í stólnum, og kona
hans brosti og snerti hönd hans.
Forbes ekill, sat frammi á göng-
unum hjá stúkudyrunum. Maður
nokkur rétti honum bréfmiða og
Forbes visaði gestinum inn i stúk-
una.
Það sem gerðist næst, var líkast
martröð. Skot kvað við, en hvellur-
inn var ekki hærri en svo, að menn
voru seinna í vafa um, hvort þeir
hefðu heyrt hann. Það heyrðist
háreysti úr stúkunni og leiksýn-
ingunni var hætt. Blár reykjar-
mökkur gaus upp og ungur maður
sté upp á rið stúkunnar og stökk
þaðan niður á leilcsviðið. Áhorf-
endurnir ráku upp skelfingaróp.
Maðurinn virtist hafa ökklabrotnað,
enda var það engin furða, eftir slíkt
þeljarstökk. Hann stóð kyrr and-
artak og strauk á sér ökklan, en
síðan steytti hann hnefann, hróp-
aði eitthvað og var horfinn.
Forsetinn liafði verið skotinn i
höfuðið, en það blæddi litið úr
sárinu og hann var enn með lífi.
Hann var borinn varlega út úr
leikhúsinu, yfir götuna og inn í
hús Petersons nokkurs klæðskera,
en það stóð þar beint á móti. Þar
var hann lagður í rúm og læknar
kvaddir til. Þeir reyndu að bjarga
lífi hans og honum voru gefin örv-
andi lyf alla nóltina, en öllum við-
stöddum var Ijóst, að hverju
stefndi. Forsetafrúin sat grátandi
í stofunni og ráðherrarnir gengu
uin g'ólf og hristu höfuðið.
Abraham Lincoln andaðist kl.
7.22 að morgni hins 15. april 1865.
John Wilkes Booth, stuðnings-
inaður málstaðar Suðurrikjanna,
en fyrst og fremst misheppnaður
leikari, var eltur uppi og skotinn
nokkrum dögum seinna í hlöðu,
þar sem hann hafði leitað hælis.
Lincoln fæddist 12. febrúar 1809
i bjálkakofa skammt fyrir sunnan
Hodgenville í Kentucky. Hann var
sonur smábónda, Tómasar Linc-
olns, og konu hans, Nancy. Fjöl-
skyldan fluttist til Knoh Creek þeg-
ar hann var tveggja ára gamall og
bjó þar í fimm ár. Fæðið var ó-
brotið og móðirin saumaði föt á
drenginn úr skinnum veiðidýra,
sem faðirinn hafði skotið. En gamli
þjóðvegurinn milli Louisville og
Nashville lá um hlaðvarpann og
Abraham horfði hugfanginn á
tjaldvagna frumbyggjanna og bú-
peningshjarðir þeirra, þegar þeir
fóru þarna framhjá. Öðrn hvoru
sá hann sér til undrunar bundna
negra rölta á eftir ríðandi manni.
Það var líka gaman i skólanum,
en liann fengu þau Abraham og
systir hans ekki að sækja, nema
faðir þeirra mælti missa þau frá
búverkunum — og það var sjaldan.
Þegar drengurinn var sjö ára,
lagði Lincolnfjölskyldan aftur land