Úrval - 01.04.1965, Side 73
ABRAHAM LINCOLN
71
undir fót í leit aS nýjum bústað.
Þau komust til Indiana og völdu
sér bæjarstæði í skóglendi handan
við Ohioána. Þarna var skógurinn
þéttur og' dýralíf mikið, enda lifði
fjölskyldan algerlega á veiðibráð
fyrsta veturinn í nýju heimkynn-
unum. Síðan tóku þau að fella tré
og brjóta landið.
Árið eftir kom upp skæður sjúk-
dómur á þessum slóðum og varð
mörgum frumbyggjunum að bana.
Þar á meðal konu Tómasar Linc-
oln. Abraham hafði alltaf þótt vænt
um hana, en þegar Tómas fór til
Kentucky veturinn 1819 og náði
sér í aðra konu, ekkjuna Söru
Johnston, sem sjálf átti þrjú ung
börn, þá urðu bæði systkinin á-
kaflega hrifin af henni. Hún kom
öllu í röð og reglu á heimilinu,
þrátt fyrir fátækt og aðra erfið-
leika. Og hún reyndist móðurlausu
börnunum vel og sá um að öll börn-
in fimm fengu að ganga i skóla.
Fólkinu tók að fjölga í nágrenn-
inu. Abraham varð liár vexti og
beinaber, þrælsterkur og kunnur
fyrir iþróítaafrek sin. Hann var
einnig gæddur mikilli hermigáfu
og gat hermt svo vel eftir klerkum
og stjórnmálamönnum, að áheyr-
endur veltust um af hlátri. Það var
sagt að hann væri latur og það
var eins og hann þyrfti ekki að
hafa fyrir neinu, en hann las ákaf-
lega mikið og honum varð aldrei
orðs vant.
Seytján ára gamall varð hann að-
stoðarmaður á férjubát á Ohiofljóti.
Kaup hans var aðeins þrjátíu og
sjö sent á dag, og það var lágt kaup
jafnvel á þeim tímum, en hann
hafði yndi af því að horfa á fljóta-
skipin sigla upp og niður ána —
tignarleg fljótaskip, skútur og
pramma, hlaðin allskonar fólki og
margvíslcgum varningi. Nítján ára
gamall afréð Iiann að kynnast fljót-
inu betur. Hann sagði því upp hinu
illa laúnaða starfi sinu og gerði
í jaess stað samning um flutning
á varningi til New Orleans, þúsund
mílna leið eftir fljótum Ohio og
Mississippi.
New Orleans var auðugasta og
skemmtilegasta borg sem hann
hafði augum litið. Menn voru sí-
hrópandi á frönsku, spænsku,
portúgölsku og ýmsum öðrum
tungumálum — og Lincoln virtist
allir vera að hrópa ó þrælana —
þreytta, þolinmóða svertingja, sem
unnu að uppskipun og útskipun
á baðmull, tóbaki og sykri. Hann
sneri heim aftur og afhenti föður
sínum peningana, sem hann hafði
haft upp úr leiðangrinum, tuttugu
og' fjóra dollara.
Árið 1830 fluttist fjölskyldan enn
búferlum og Abraham Lincoln á-
leit tíma til kominn að hann færi
að standa á eigin fótum. Hann var
orðinn fullvaxta, tuttugu og eins
árs. Hann fór enn eina- vöruflutn-
ingaferð til New Orleans ásamt
tveim vinum sínum. Þegar hann
kom til baka, gerðist hann verzl-
unarmaður í borginni New Salem
í Illinois, og þar komst hann i
fyrstu snertingu við stjórnmála-
lifið, þegar hann var skipaður
skrifari við bæjarstjórnarkosning-
ar. Árið 1832 ákvað hann að snúa
sér að stjórnmálunum fyrir alvöru.
Hann bauð sig fram við ríkis])ings-