Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 76

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 76
74 ÚRVAL borgarastyrjöld yfirvofandi. Öfga- fullir stjórnmálamenn i Suðurrikj- unum sögðu kjósendum sínum, að ef repúblikanar sigruðu, mundu neir rýja Suðurríkin inn að skinn- unni — og afnerna þrælahaldið. Suðurríkjamenn voru reiðir og kvíðafullir. Þeir óttuðust eklci efna- hagstjónið, sem leiða mundi af frelsun þrælanna — það voru hvort sem var ekki margir hvítir menn, sem áttu þræla — heldur hitt, að svertingjarnir mundu krefjast jafn- réttis við hina hvítu, bola þeim úr störfum og sigra þá í kosning- um. Enginn hvítur maður var svo lágt settur, að hann væri ekki svcrt- ingjanum æðri. Lincoln var kosinn forseti 6. nóvember 1860 og Suðurríkin létu ekki á sér standa að hefja sínar aðgerðir. Suður-Carolina sagði sig úr ríkjasambandinu 20. desember, og Mississippi, Florida, Alabama, Georgia og Louisiana gerðu slíkt hið sama. Texas fylgdi fordæminu 1. febrúar 1861, mánuði áður en Lincoln sór embættiseið sinn, en svo virtist í fyrstu sem önnur „þrælaríki“ en þessi sjö mundu halda tryggð við sambandsstjórn- ina. En 12. a])ríl hófu Suður-Caro- linumenn skothríð á Sinntervirkið, borgarastyrjöldin brauzt út og öll Suðurríki sögðu sig úr ríkjasam- bandinu. Lincoln var nauðugt að þurfa að hafa afskipti af málinu, en hann bauð þó út 75 þúsund sjálf- boðaliðum. Forseti hins nýstofnaða Suðurríkjasambands, Jefferson Davis, svaraði með því að bjóða út 100 þúsund manna liði. Styrjöldin hélt áfram. Norður- ríkin urðu í fyrstu fyrir skakka- föllum, af því að þau höfðu van- metið andstæðing sinn, en síðan náðu þau sér á strik. Lincoln gekk erfiðlega að finna hæfa hershöfð- ingja; aðeins einn, Ulysses S. Grant, skaraði fram úr. Þegar að því var fundið, að Grant drykki mikið viskí, svaraði Lincoln, að hann óskaði þess að geta gefið öðrum hershöfðingjum sinum sömu viskí- tegund. Sex mánuðum áður en borgarastyrjöldinni lauk, var Lincoln kosinn forseti í annað sinn og sigraði frambjóðanda demó- krata með miklum yfirburðum. Annað stjórnartímabil hans liófst 4. marz 1865, sex vikum áður en hann var myrtur. Hann var þá 56 ára að aldri. Öll þjóðin, bæði Suður- og Norð- urríkin, treguðu liinn látna foringja. Nú þegar hann var allur, varð mönnum ljóst, hvílíkt mikilmenni hann var — einstæður persónu- leiki í sögu Ameríku. Enda ])ótt hann hefði ekki hlotið mikla skóla- menntun, var hann einn mesti ræðusnillingur síns tíma og mikill stjórnmálamaður. Hann var hug- prúður og þolinnjóður, og gat ver- ið gamansamur, þrátt fyrir erfitt, stundum nærri óbærilegt heimilis- líf. Og hann gat sett sig í spor annarra manna og skilið sjónar- mið þeirra, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir, hvítir eða svart- ir. Dauði hans varð til þess að græða sárið milli norðurs og suð- urs, og auðvelda umskiptin frá þrælahaldi til frelsis, sem hann hafði barizt fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.