Úrval - 01.04.1965, Síða 79
MARGRÉTAR SAGA OG FERILL HENNIR ...
77
til upphafs 16. aldar. Til þess aS
gefa nokkra hugmynd um, hversu
útbreiddur átrúnaðurinn á hinum
ýmsu helgu meyjum var liér á landi
í kaþólskum sið, læt ég fylgja skrá
Guðbrands Jónssonar yfir fjölda
kirkna, er helgaðar voru þeim.
Vitað er um 442 kirkjur, hvaða
dýrlingum þær voru lielgaðar. Af
þeim voru 200 helgaðar Maríu
meyju, ellefu Katrínu, sjö Máríu
Magdalenu, sex Cecilíu, þrjár Mar-
grétu, þrjár Agötu og ein til tvær
fjórum öSrum helgum meyjum.
Segja má, að bæði fjöldi handrita
af Maríu sögu og fjöldi Maríukirkn-
anna komi heim við það, er búast
mátti við, að af öllum helgum meyj-
um hafi verið mestur átrúnaður
á Maríu Guðs móður, en um náið
samræmi á milli fjölda handrita
af sögum hinna ýmsu lielgu meyja
og kirkna þeim helguðum er ekki
að ræða. Hinn tiltölulega mikli
fjöldi handrita af Margrétar sögu
stafar sýnilega ekki af því, að inarg-
ar kirkjur hafi verið helgaðar heil-
lagri Margrétu og sagan öðrum
fremur fylgt þeim kirkjum.
Samkvæmt handritaskrám Lands-
bókasafn eru í eigu þess 25 handrit
af Margrétar sögu, en ekkert af
sögum annarra helgra meyja.
(Handritin eru raunar talin 27 í
registrinu við skrárnar. Ég get ekki
séð, að eitt þeirra, nr. 1599, geymi
Margrétar sögu, og nr. 8425 er vél-
rit af AM 431, 12mo frá árinu 1930,
sem ég hef sleppt.) Elzta handritiS
er talið ritað 1060—1680, og hið
yngsta um 1895.
Hér má bæta því við, að „sag-
an af Margréti pislarvotti“ var
prentuð í Reykjavík skömmu eftir
síðustu aldamót, og er það eina
sagan af heilögum meyjum, sem
mér er kunnugt um, að hafi verið
prentuð á íslandi. Útgáfan er mjög
óvönduð, ekkert getið um, eftir
hvaða liandriti hún sé prentuð, né
hvenær, né hver útgefandinn sé,
aðeins bláber sagan og þess getið,
að hún sé prentuð í prentsmiðjunni
Gutenberg. í Fiske Collection of
Iceland Books er prentunarárið tal-
ið 1906. ÞaS er erfitt að gera sér
í hugarlund, í Iivaða tilgangi sagan
var prentuð eða hvaða hlutverki
útgáfunni hafi verið ætlað að gegna.
Manni finnst það vart hugsanlegt,
að hún hafi verið ætluð fslending-
um við upphaf 20. aldarinnar til
skemmtilesturs eða andlegrar upp-
byggingar. Sagan er ekki uppprent-
un eftir útgáfu Ungers í Heilagra
manna sögum.
En við skulum nú alhuga Mar-
grétarsögu nánar og bera hana
saman við aðrar sögur af helgum
meyjum í útgáfu Ungers og sjá,
livort það megi veita nokkra vit-
neskju um ástæðurnar fyrir hinum
mikla fjölda handrita af sögunni.
Ekki verður séð, að Margrétar saga
skeri sig úr hinum sögunum, hvorki
um mál né efnismeðferð, og efnið
er yfirleitt nauðalíkt í þeim öllum.
Heilög Margrét varðveitir meydóm
sinn alla ævi og bíður að lokum
pislarvættisdauða fyrir trú sína.
Fyrir andlátið kallar hún til Guðs
og mælti: „Heyrðu bæn mina. Þess
bið ég, að þváist syndir þess manns,
er les píslarsögu mína; og hver sem
einn, sá er lýsi færir til kirkju
minnar, þváist af syndir þess á