Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 80

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 80
78 ÚRVAL þeirri tíö. . . „Enn bið ég, drott- inn, sá er ritar píslarsögu mína eða kaupir þá bók fylltu þá af helgum anda. Og í því húsi, er bók sú er inni, verði þar eigi i'ætt dautt barn né lama. Fyrirgef þú þeim manni syndir, drottinn, er bók mina hefir að varðveita, ef hann biður þig líknar“ (I, 480). Síðan kemur dúfa úr lofti með kross- marki, og er þá mælt við hina helgu Margrétu meðal annars: „Og ef syndugur maður kemur til þess staðar, sem þinn heilagur dómur er varðveittur, með iðran synda og litillæti, þá munu honum fyrirgefast syndir; og þar mun eigi fjandi inni vera, sem píslarsaga þín er, heldur mun þar vera ást og friður" (I, 480). í Reykjavíkurútgáfunni af Mar- grétar sögu hljóðar tilsvarandi kafli hennar svo: „Heyr bæn mína, allsvaldandi Guð. Ég bið þig i nal'ni þíns elskulega sonar Jesú Iírists, bænlieyr og hjálpa þeim, sem lesa pislarsögu mína eða heyra hana lesna. Ég bið þig, drottinn minn almáttugur, að sá er hana skrifar eða kaupir megi verða þinnar ei- lífu náðar aðnjótandi, ó, láttu bless- un fylgja henni inn á hvert heimili, þess bið ég þig, himneski faðir, að aldrei megi hinn óhreini andi þar inn komast eða í því húsi magnast, þar sem min píslarsaga er inni, og ef sá maður biður þig líknar, er mína píslarsögu varðveitir, þá bæn- heyrðu hann, láttu hann njóta þíns blessaða sonar“ (6.—7. bls.). Það leynir sér ekki, að í þess- ari gerð sögunnar hefur kaþólskan verið þvegin eins vendilega og ger- legt hefur þótt af hinni upphaf- legu gerð hennar, væntanlega i þeim tilgangi að gera hana að- gengilegri lútherskum manni. En um það eiga báðar gerðir sögunnar sammerkt að heita þeim, er hana les, skrifar eða kaupir, líkamlegrar og andlegrar velferðar og að varð- veita það heimili, er hana geymir frá illum öndum. Hér lcemur fram sérstök helgi á sögunni sjálfri, bók- inni, sem eklci er að finna í neinni annarri sögu af heilögum meyjum, enda er bók og fjöðurstafur tákn heilagrar Margrétar. Val'alitið mun vera, að þessi mátt- ur, sem bókinni með sögu heilagr- ar Margrétar var eignaður, hefur valdið því, að hún var afrituð jafn- oft og raun ber vitni, en það er ekki jafnauðsætt, hvaða kraft almenn- ingur hefur sérstaklega eignað henni. Var hún álitin allra meina bót, eins konar voltakross þeirrar tíðar? Eða átti hún við einhvern vanda Serstaks eðlis? Menn skyldu ætla um jafn al- menna sögu og Margrétar sögu, að hennar væri að einhverju getið í íslenzkum heimildum, svo auðugar sem þær eru af sögum um hjátrú og lík efni. En nú bregður svo kyn- lega við, að heita má, að nær alger þögn ríki um söguna í prentuðum heimildum, og engin munnmæli hef ég heyrt um hana. Hún virðist hafa liðið um íslenzkt þjóðlíf kyn- slóð fram af kynslóð án þess að láta eftir sig að kalla nokkur ummæli. Eina ritið, sem ég hef rekizt á, að geti um notkun Margrétar sögu, er svonefnd „Hugrás“ eða „In vers- utias serpentis recti et touruosi“. Það er: „Lítil hugrás yfir svik og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.