Úrval - 01.04.1965, Síða 88
86
ÚRVAL
opinberu skjölum og bréfsefnum.
Nú var hann sífellt að verða
eirðarlausari á eyjunni litlu, og
hann tók nú að spyrja þá, sem
heimsóttu eyjuna, ýtarlegra spurn-
inga um umheiminn, en Elba hafði
orðið einn lielzti viðkomustaður
skemmtiferðamanna, eftir að Napó-
leon fluttist þangað. í febrúarmán-
uði árið 1815 færði keisarasinni
einn, sem hafði dulbúið sig sem
ítalskur sjómaður, honum þær
fréttir, að franska þjóð(in væri
orðin uppreisnarfull og að vcrið
væri að brugga samsæri og undir-
biia uppreisn í herbúðum Norður-
Frakldands, og beindist hún að
þvi að reka Lúðvík konung 18.
frá völdum. Er Napóleon heyrði
þetta, skipaði hann, að dvergfloti
eyjarinnar skyldi útbúinn eftir
beztu föngum og öllu ltomið í hið
bezta lag. Nú hófst mikil annavika
er litla herskipið „Óstöðugur“ (In-
constant) og 6 minni skip voru
útbúin til jiess að flytja 1000 her-
menn yfir til Frakklands. Hlið-
holl örlagadis hafði komið því svo
fyrir, að eftirlitsmaður sá, er sig-
urvegararnir höfðu útnefnt til þess
að hafa eftirlit með Napóleon og
eyjunni hans, hafði skroppið yfir
á Ítalíuskaga í nokkurra daga ferð.
Og því hélt hin óvenjulega skipa-
lest keisarans af stað sunnudaginn
26. febrúar rétt eftir miðnætti.
Er golan jókst næsta dag og sól-
in hækkáði á lofti, lýsti Napóleon
þvi yfir, að þetta væri ósvikið
„Austerlitzveður", en hann áleit
sólskin ætíð boða gott lionum til
handa. Hann var í himnaskapi, og
það lék nú ekki lengur neinn vafi
á því, hver ákvörðunarstaður
þeirar var. Þeir ætluðu að koma
Frökkum að óvörum og taka land-
ið herskildi.
Þessi áætlun var algert eins-
dæmi, en Napóleon lýsti því yfir
við hermenn sína, að slíkt hug-
dirfskubragð gæti ekki mistekizt.
Hann dró fram heila hrúgu af
skrifuðum yfirlýsingum, sem hann
hafði þegar útbúið. Ein joeirra til-
kynnti frönsku þjóðinni það, að
svik hefðu gerbreytt hagstæðri
hernaðaraðstöðu og að hinn sorg-
mæddi keisari hefði haldið i út-
legð til einmanalegrar klettaeyjar,
en þaðan hefði síðan borizt til
hans neyðaróp Frakklands. Rödd
ættjarðar hans hafði borizt honum
til eyrna með sinni ómótstæðilegu
kröfu um ríkisstjórn eftir eigin vali
og' ásökun um aðgerðarleysi hans.
Og þvi liafði hann enn á ný haldið
yfir hafið til þess að heimta rétt
sinn úr hendi þess, er óvinir lands-
hans höfðu útnefnt sem ríkisstjórn-
anda, manns, er var sannur full-
trúi lánsskipulagsins og litillar,
afturhaldssamrar yfirstéttar. Önn-
ur yfirlýsing var gerð í nafni keis-
aralegu lífvarðarsveitarinnar, sem
hvatti alla franska hermenn til
þess að gera skyldu sína. Keisarinn
fór fram á undirskrift lífvarðanna,
og þeir þrömmuðu niður i káetu
hans og' skrifuðu nöfn sín undir
þetta afdráttarlausa uppreisnar-
Ijlagg. Er líða tók á daginn, lifði
Napóleon sig enn betur inn í hið
nýja keisaralega hlutverk sitt og
tók að sæina menn orðum. Stuðn-
ingsmenn hans hlutu næstum allir
orðu Heiðursfylkingarinnar.