Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 97
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
95
1871, eða 4 mánuðum eftir að hann
hafði verið fangelsaður, tókst hon-
um að strjúlca ásamt fjórum öðrum
föngum.
Hann leitaði Austin uppi, þegar
liann komst til New York. Og nú
ókváðu bræðurnir að leita gæfunnar
í Englandi. Þeim kom saman um,
að Amerika væri ekki lengur sér-
staklega gestrisin, hvað þá snerti.
Þeir höffiu næga peninga þá stund-
ina, og báðir höfðu þeir takmarka-
lausa trú á hæfileikum sínum til
að auðgast drjúgum með því að
beita eigin kænsku. Fyrirætlanir
þeirra voru að vísu nokkuð óljós-
ar, en þeir fengu náinn vin Aust-
ins til þess að slást með í förina.
Hann hét George Macdonnell og
var mjög snjall skjalafalsari.
Ævintýramennirnir þrir komu
lil Englands sncmma i aprílmánuði
árið 1872. Þeir voru allir ungir,
Macdonnell var aðeins 27 ára,
Austin 26 ára og George Bidwell
33 ára að aldri. En þeir áttu sam-
tals 40.000 dollara höfuðstól. Þeir
fengu sér leiguherbergi undir dul-
nefni í Haggerstone í úthverfi
Norður-Lundúna og eyddu fyrstu
dögunum í að skoða borgina eins
og venjulegir skemmtiferðamenn.
Kvöld eitt, þegar þeir sneru heim-
leiðis úr bátsferð upp eftir Thames-
á, stigu þeir upp á Blackfriars-
bryggjuna í himnaskapi. Og er þeir
löbbuðu um mannautt verzlunar-
hverfið i Citý í leit að matsölustað,
varð þeim gengið fram hjá Eng-
landsbanka í Threadneedlestræti.
Austin benti á hina þunglamalegu,
miklu byggingu með hæðnisbrosi
á vör og sagði: „Ég þori að veðja,
að við gætum náð heilli milljón út
úr þessu fyrirtæki jafn auðveld-
lega og að drekka vatn. Það mundi,
sko, ekki sakna peninganna; það
sæi vart högg á vatni.“
George hnussaði bara fyrirlitlega.
Englandsbanki var ósigrandi. All-
ir vissu það.
Næsta dag leigðu þeir sér hest-
vagn og fóru í heimsókn til Wind-
sorkastala. Þar slógust þeir í hóp
annarra ferðamanna og löbhuðu
um hina konunglegu íbúð kastal-
ans og hlustuðu á svæfandi þulu
leiðsögumannsins. Macdonnel var
með mjög myndarlegt skegg, og
skeggið gerði það að verkum, að
hann líktist prinsinum af Wales
alveg ótrúlega mikið. Ýmsum varð
því starsýnt á hann, en hann lét
sig j:>að engu skipta. Að lokum dró
hann þá George og Austin afsíðis
í Hásætissalnum og sagði:
„Við þiírfum bara hundrað þús-
und dollara hver, það er allt og
sumt. Þá gætum við haldið heim
aftur, sælir og ánægðir.“ Bræðurn-
ir ráku upp stór augu við orð hans.
Hann beið, þangað til ferða-
mannahópurinn hafði fjarlægzt þá
nokkuð, og bætti siðan við: „Bank-
inn hefur nóg fé aflögu. 0, þetta er
sjálfsagt ekki allt eins vel skipu-
lagt og haldið er. Ég legg til, að
við reynum það.‘ George Bidvell
leizt alls ekki á þessa hugmynd.
Að eðlisfari var hann fremur vark-
ár. Hann vildi aðeins starfa eftir
föstum reglum og sýndi geysilega
varkárni, en var á móti því að
legja i of mikla liættu. Stundum
átti hann erfitt með að umbera á-
byrgðarleysi og oflátungshátt þessa