Úrval - 01.04.1965, Side 108
106
ÚRVAL
sém smjúga mætti inn um. Að lok-
um var það Macdonnel, sem fann
hinn veika hlekk keðjunnar i októ-
berlok. Hann sencli George skeyti
frá Lundúnum, en George var þá
í Frankfurt: HEF GERT MIKÍLS-
VERÐA UPPGÖTVUN KOMDU
STRAX MAC.
George sneri tafarlaust aftur til
Englands. Hann braut nú hina viS-
urkenndu reglu þeirra félaganna og
snæddi morgunverð meS þeim Mac
og Austin á Victoriuhótelinu. Mac
útskj'rSi uppgötvun sína fyrir þeim
félögunum af miklum ákafa, á meS-
an þeir neyttu ljúffengra rétta.
Hann hafSi keypt víxil í Rotter-
dam, og var gjalddagi hans eftir 3
mánuSi frá útgáfudegi samkvæmt
venju. Hann var gefinn út á Lund-
úna- og "Westminsterbankann af
RarningbræSrum, mikilsvirtu fjár-
málafyrirtæki i Lundúnum. Þegar
hann hafSi sýnt víxilinn í Lundúna-
og Westminsterbankanum, höfSu
þeir strax reiknaS út vextina og
kostnaS og borgaS honum nettó-
andvirði hans i reiðufé án þess að
senda víxilinn fyrst til Rarnings-
bræSra til staðfestingar og áritunar
upphafsstafa forstjóra fyrirtækis-
ins.
Mac var þrumulostinn. í Banda-
ríkjunum voru slíkir víxlar alltaf
sendir aftur til útgefanda til þess
að láta hann árita þá með upphafs-
stöfum sínum, áður en víxlarnir
voru keyptir. En samt voru engar
slíkar varúðarráðstafanir viðhafð-
ar hérna i Lundúnum, sjálfri fjár-
málamiðstöð heimsins. Það vor
þannig ekkert eftirlit viðhaft af
hálfu bankans frá útgáfudegi víx-
ilsins allt til gjalddaga hans þrem
mánuðum siðar. Þetta fyrirkomulag
grundvallaðist eingöngu á naígi-
leg'a góðu áliti viðskiptavinarins,
sem víxlana seldi og fékk andviröi
þeirra eða lagði það inn.
Þetta var næstum of stórkostlegt
til þess, að það gæti verið satt. En
eftir að hafa rannsakað þetta ó-
sköp varlega, fengu þeir staðfest-
ingu á því, að þetta var hið venju-
lega fyrirkomulag hérna í Lundún-
um. ÞaS þýddi, að unnt myndi að
leggja falsaða víxla inn í reikning
hr. Warrens í Vesturútibúinu, og
væru þeir samþykktir af Englands-
banka, yrði andvirði þeirra greitt
út, og síðan myndu líða heilir 3
mánuðir, þangað til falsanirnar
yrðu uppgötvaðar.
UNDIRfíÚNINGUR AÐ FJÁR-
SVIKUM
Ætti hin djarfa sókn þeirra gegn
Englandsbanka að takast, þyrftu
þeir að opna annan bankareikning
i öðrum banka, sem hægt væri að
senda þann peningastraum til, sem
þeir ætluðu sér að dæla úr Eng-
landsbanka.
Og samkvæmt fyrirmælum Ge-
orges opnaði Austin reikning við
Continentalbankann í I.ombard-
stræti þ. 2. desember og lagði þar
inn 1300 sterlingspund á nafn
„.Charles Johnson Horton“, banda-
rísks kaupsýslumanns. George
lcrafðist þessarar varúðarráðstöf-
unar, þar eð þannig yrði það ekki
nauðsynlegt fyrir neinn þeirra aS
taka persónulega út úr bankareikn-
ingnum i Vesturútibúinu.
Honum fannst, að þeir þörfnuð-