Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 112

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 112
110 ÚRVAL húsið. Noyes, sem var 29 ára að aldri, var lágvaxinn, hljóðlátur maður. Andlitssvipur hans ljómaði af einlægni og heiðarleika, að því er virtist. Hann var fremur virðu- legur i fasi, en um leið látlaus. Hann var fyrst ofsahræddur, er George skýrði honum frá hlutverki hans í sjónleik þeim, er á svið skyldi settur. Honum óx það sannar- lega í augum, að þeir ætluðu að leggja til atlögu gegn sjálfum Eng- landsbanka. Þeir lofuðu honum 5% af fengnum, ef hann færi i einu og öllu eftir fyrirmælum þeirra, í öllum smáatriðum og án hiks eða tafar. Og þetta varð að lokum til þess, að hann samþykkti að taka þátt í sjónleiknum. „Jæja, ég geri það,“ sagði hann líkt og maður, sem hefur sætt sig við óumflýjanleg örlög. „Mig vant- ar sannarlega peninga nú sem stendur, og þegar öllu er á botninn hvolft, munar Englandsbanka alls ekkert um þessa aura.“ Eitt fyrsta verk Georges var að fara með Noyes til klæðskera við Hanovertorg og panta dökkan. al- klæðnað fyrir hann. Hann valdi fremur lélegt efni. Síðan keypti hann Iiatt handa honum niðri við Strandgötu og þar að auki regn- hlíf, sem hann átti að bera kyrfi- lega samanbrotna á góðviðrisdög- um. Allt var þetta gert í þeim til- gangi að láta hann líkjast sem mest venjulegum skrifstofumönnum í borginni. Nú var nauðsynlegt að láta líta svo út, að þeir Noyes og hr. Hor- ton væru algerlega ókunnugir hvor öðrum og að ekkert samband hefði verið þeirra á milli fram að þessu. í þeim tilgangi lét George hr. Noys setja svohljóðandi auglýsingu í dag- blaðið Daily Telegraph: Ma&ur, vanur algengum kaup- sýslustörfum, óskar eftir á- byrgri trúnaðarstöðu eða fé- lagsskap við kaupsýslumann. Sendið upplýsingar til: Ed- ivins Noyes, Durrantshóteli við Manchestertorg. Auglýsing þessi stóð i blaðinu 6 daga í röð, og Noyes lekk um 50 —60 svör við henni. Eitt þeirra var frá lir. C.J. Horton. Nokrum dögum siðar kom Austin i hlutverki hr. Hortons í heimsókn til Noyes á Durranthótelið og ræddi þar við hann, svo að starfsfólkið heyrði til. „Ég er að leita að skrif- stofumanni, sem gegna skal trúnað- arstöðu hjá fyrirtæki mínu,“ sagði liann við Noyes. Noyes skýrði lion- um frá fyrri starfsreynslu sinni rólegum en fremur óstyrkum rómi. Að lokum reis Jlorton á fætur, eft- ir að þeir höfðu ræðzt við um stund, og sagði: „Ég er fyllilega ánægður með starfshæfni yðar, hr. Noyes. Ef þér viljið gjöra svo vel að fylgjast með mér til lögfræðings mins, skal ég láta hann útbúa form- legan starfssamning fyrir yður.“ í drungalegri skrifstofu Dawids Howells málafærslumanns í nr. 105 Cheapside var útbúinn samn- ingur „milli Charles Johnson Hor- tons verksiniðjueiganda London Bridgehóteli og Edwins Noyes skrifstofumanns, Durrantshóteli,“ og hann síðar undirritaður. Noy- es samþykkti að ráða sig sem slcrif- stofumann og framkvæmdastjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.