Úrval - 01.04.1965, Síða 115
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
113
sem hlut ætti að máli,“ sagði hann.
Tveim dögum fyrir jól brá Austin
sér aftur i hlutverk Warrens, lieim-
sótti Vesturútibú Englandsbanka í
Mayfair og óskaöi Francis ofursta
innilega gleðilegra jóla. Síðan til-
kynnti hann bankastjóranum, að
hann færi brátt frá Lundúnum og
yrði í burtu nokkrar vikur í byrj-
un nýja ársins. „Ég er að fara norð-
ur til Birmingham til þess að finna
heppilega lóð fyrir Pullmanvagna-
verksmiðjuna,“ sagði hann máli
sínu til skýringar. „Og ég mun verða
þar kyrr, þangað til bygging verk-
smiðjunnar er komin vel á veg.“
Hr. Warren útskýrði það enn
fremur fyrir bankastjóranum, að
hann vissi ekki vel, hvar hann yrði
dag hvern næstu vikurnar, og því
væri betra, að bréf til hans yrðu
árituð c/o Aðalpóstliúsið í Birm-
ingham, en bankinn gæti ætíð kom-
izt í samband við hann þar með
þvi að nota það heimilisfang.
Francis ofursti tók þessar upp-
lýsingar gildar, og fannst honum
ekkert athugavert við þær. Þannig
gaf hann Austin alveg frjálsar liend-
ur, svo að honum yrði mögulegt
að hverfa úr landi, er flóð fölsuðu
víxlanna tæki að berast til bankans.
George hafði fundið upp þetta fyrir-
komulag til þess að vernda Austin.
George ætlaði sjálfur að látast vera
F. A. Warren í Birmingham, en
slíkt var alveg óhætt fyrir hann,
þar eð bankinn í Mayfair ætlaði
aðeins að hafa bréfasamband við
hann þar, en gæti þó ekki haft upp
á dvalarstað hans þar. George fór
norður til Birmingham 5 dögum
siðar til þess að reyna þá flóknu
„vélasamstæðu", sem hann hafði
byggt. Hann stældi rithönd Austins
og sendi þaðan ábyrgðarbréf til
ofurstans. Það hljóðaði svo:
Herra:
Hjálagt sendi ég yður víxla,
sem ég bið yður um að kaupa
samkvæmt hjálögðum upplýsing-
um. Viljið þér gera svo vel að
leggja andvirði víxlanna inn á
reikning minn í banka yðar.
Með fyrirfram þakklæti.
Virðingarfyllst,
F. A. Warren
Hjálagt voru 10 víxlar ,allir ó-
falsaðir, og hljóðuðu þeir á helztu
fjármálastofnanir meginlandsins.
Þeir námu samtals 4307 sterlings-
pundum 4 shillingum og 6 pencum,
og Vesturútibúið i Mayfair keypti
þá tafarlaust án nokkurrar umhugs-
unar. Jú, „vélasamstæðan“ vann
alveg snurðulaust.
Hið eina óvenjulega við sölu þess-
ara víxla var sú staðreynd, að Mac
hafði gert nákvæm afrit af öllum
vixlunum, að undanteknum upp-
hæðunum, sem þeir hljóðuðu á,
áður en þeir voru sendir bankan-
um. Hin fölsuðu afrit voru lögð
til hliðar til notkunar síðar.
JÁRNBRAUTARSLYS
Er hér var komið sögu ákvað
George skyndilega að hætta við
allt saman. Þetta var sannarlega á
elleftu stundu. Ef til vill hafði hann
fengið samvizkubit. Þeir Austin
höfðu verið aldir upp í geysilegri
fátækt, en foreldrar þeirra höfðu
verið gagnheiðarlegir og mjög trú-
aðir. George var giftur. Því var nú
samt eins farið með hann og fé-