Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 121
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
119
bergi sínu, opnaði læsta kassann,
sem bafSi að geyma öll fölsunar
áhöld hans og hjálpartæki, og svo
byrjuðu þeir að mata eldinn á þessu
öllu saman. George tíndi vandlega
saman allan pappir, allar prófarkir,
öll fölsuð eyðublöð, er lögð höfðu
verið til hliðar og ekki notuð, og
öllu var síðan kastað inn í gráð-
ugan eldinn, þ.e.a.s. öllu nema allra
glæsilegustu víxlaeintökunum, sem
Mac freistaði að brenna þar til
síðast. Það átti að vera síðasta
kveðjan.
Hann fletti hinum fölsuðu víxl-
um ástúðlega í síðasta sinni og taut-
aði: „Þetta eru sannkölluð lista-
verk, algerlega gallalaus. Svei mér
þá, ef það er ekki synd að eyði-
leggja slík listaverk!“
George fletti víxlunum og skoð-
aði þá i krók og kring. Jú, þeir
voru í raun og veru furðulega
sannfærandi. „Eru þeir nógu góðir
til þess að senda þá í bankann,
Mac?“ spurði hann.
„Jú, þegar ég er búinn að bæta
á þá nokkrum smáatriðum," svar-
aði Macdonnell.
„Jæja, við skulum þá senda þá,“
sagði George. „En það 'verður al-
síðasta sendingin.“
Þeir völdu samtals 24 víxla, en
það var stærsti bunkinn, sem
nokkru sinni liafði verið sendur i
bankann. Og þegar Mac var búinn
að bæta við þeim smáatriðum, sem
á vantaði til þess, að þeir væru
tilbúnir tii sendingar, slcrifaði Ge-
orge enn eitt bréf til Francis of-
ursta með rithendi F.A. Warrens.
Hann var þegar farinn að þjálfast
i því starfi. Næsta fimmtudag létu
þeir allar varúðarráðstafanir lönd
og leið og héldu allir til Birming-
ham til þess að senda þaðan þessa
síðustu víxlasendingu til Veslur-
útibúsins. Nettóandvirði þeirra
myndi bæta 26.2(55 pundum við
„afla“ þeirra.
En Mac yfirsást, hvað eitt veiga-
mikið atriði snertir, eins og þegar
hefur verið drepið á. Hann gleymdi
sem sé að dagsetja tvo þúsund
sterlingspunda víxla. Francis of-
ursti gerði í fyrstu ráð fyrir þvi,
að hér væri aðeins um smávegis
yfirsjón að ræða af hendi þess, er
útfyllti víxlaeyðublaðið. Og því
keypti hann aila hina vixlana um-
yrðalaust. En síðar sama dag, þ.e.
á fostudegi, endursendu yfirmenn
W. Blydenstein & Co. hina ódag-
settu vixla, en nafn þess fyrirtækis
stóð á vixlunum sem samþykkj-
andi. Lýstu þeir því yfir, að hér
væri um algera fölsun að ræða. Og
var þá tafarlaust hafizt handa um
að upplýsa fjársvikin.
Francis ofursti æddi yfir í aðal-
bankann i Threadneedlestræti til
þess að ræða við hr. May, sem var
aðstoðargjaldkeri þar. Hann hafði
mikla reynslu að baki, og kom hann
tafarlaust auga á ýmisleg undar-
leg atriði í viðskiptareikningi hr.
Warrens í spjaldskrá bankans. Þar
var ekkert fast heimilisfang. Þar
voru ekki upplýsirigar um neina
fjármálalega meðmælendur hr.
Warrens. Þar var ekki minnzt á,
að neinn bankastjóranna hefði
kynnt hann eða mælt með honum.
Þar gat aðeins að líta bókanir um
óvenjulega margar greiðslur til
einhvers herra Hortons, og fóru