Úrval - 01.04.1965, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
þær allar til Continentalbankans i
Lombardstræti. Nú var orðið of
áliðið dags til þess að gera nokkr-
ar fyrirspurnir í Continentalbank-
anum, en May var þess fullviss, að
þar biðu þeirra ekki glæsilegar
fréttir næsta morgun.
Noyes var meðal fyrstu við-
skiptamannanna, þegar dyr Contin-
entalbankans voru opnaðar að
morgni laugardags þ. 1. marz. Þetta
var síðasta heimsókn hans í bank-
ann. Hann ætlaði nú að ná síð-
ustu peningunum út úr reikningi
hr. Hortons, og hann fór fram á,
að honum yrði greitt bæði í enskri
pg erlendri mynt. Hann var beðinn
um að koma aftur svolitlu siðar
til þess að ná i erlenda gjaldeyr-
inn. Þegar hann kom aftur í bank-
ann, var hann fyrst spurður að
því, hvort hann væri ekki fulltrúi
hr. Hortons, og síðan var hann tek-
inn fastur án nokkurs annars und-
irbúnings.
Þeir George og Mac sátu á meðan
i kaffihúsinu Exchange Alley og
veltu þvi fyrir sér, hvað hefði get-
að tafið Noyes. Að lokum gáfust
þeir upp á biðinni og fóru að leita
hans. Og þeir þurftu ekki að fara
langt. Þeir lieyrði mikinn hávaða
frá Lombardstræti, og þeir flýttu
sér að mannþyrpingu, er þar hafði
safnazt fyrir. Þegar þeim hafði
tekizt að ryðja sér braut inn i lióp-
inn, sáu þeir, að í honum miðjum
stóð Noyes umkringdur lögreglu-
mönnum. Þeg'ar hann var dreginn
fram hjá vinum sinum, leit hann
örvæntingaraugnaráði til þeirra, en
sýndi þess þó engin merki, að hann
þekkti þá.
Þeir félagarnir dokuðu nógu lengi
við í mannþyrpingunni til þess
að heyra orðin „falsanir".... „þús-
undir punda.... er sagt“....
„Englandsbanki“. .. . Hvernig hef-
ur þetta getað gerzt?“.... Og sið-
an löbbuðu þeir inn í hliðargötu.
„George, livað í ósköpunum eig-
um við nú að taka til bragðs?"
hvíslaði Mac.
„Taka til bragðs?“ át George eft-
ir honum. . . . „Ekkert.... Við
gerum ekkert. Ed hefur góða fjar-
verusönnun, og það er ekkert, sem
getur komið lögreglunni á slóð okk-
ar.“
Nú hafði George Bidwell enn
einu sinni vanmetið Englandsbanka
.... og í þetta skipti ranglega.
stjórnendur bankans ætluðu sér að
finna falsarana, hvað sem það kost-
aði. Þeir höfðu þegar tryggt sér
hina öflugustu aðstoð Scotland
Yards í þeim tilgangi.
Á FLÓTTA
Áður en tvær stundir voru liðnar,
var búið að setja upp auglýsingu
á fjölmörgum stöðum, þar sem heit-
ið var 500 sterlingspundum hverj-
um þeim, sem gefið gæti upplýs-
ingar, er gætu leitt til handtöku
„Hr. F.A. Warrens, öðru nafni C.
,f. Hortons.“ Starfsfólk Vesturúti-
búsins lýsti manni þessum á eftir-
farandi liátt:
Um fertugur að alclri, 5 fet og
9—10 þumlungar á hœð, grann-
ur, dökkur yfirliturn, kinnfiska-
soginn og magur, með clökkt hár
og augu. Hann talaði með sterk-
um amerískum hreim og var
fremur vel klæddur i siðum