Úrval - 01.04.1965, Side 124
ÚRVAL
122
hann kom til borgarinnar, varð
hann var við, aS honum var veitt
eftirför. Hann flýtti sér að snúa
við og náði i lest til Southompton.
Þaðan komst hann í gufuskipið og
með þvi yfir til Le Havre í Frakk-
landi. Þaðan sigldi hann svo með
gufuskipinu „Thuringia' til New
York.
En það stoðaði hann ekki neitt,
þótt honum tækist að komast undan
fyrst í stað. Daisy áleit, að hún hcfði
verið svikin í tryggðum. Hún sneri
þvi aftur til Lundúna, og þar var
hún yfirheyrð og spurð í þaula,
þegar leynilögreglumennirnir urðu
varir við, að hún var að spyrja eft-
ir Mac i nr. 17. við St. James's
Place. Og það stóð ekki á þessum
bálreiða kvenmanni að leysa frá
skjóðunni og segja lögreglunni allt,
sem hún vissi.
Meðan á þessu fjársvikastarfi
hafði staðið, höfðu j^eir Austin og
George notað samtals um 40 mis-
munandi dulnefni, en Mac hafði
fyrirlitningu á svo áberandi og
„ódýrum“ brellum. Og þetta mikil-
mennskuhrjálæði hans varð honum
að fótakefli. Þegar leynilögreglu-
menn frá Scotland Yard fóru yfir
farþegalista gufuskipa, sem yfirgáfu
England næstu vikurnar, fundu
þeir nafn George Macdonnell, er
var farþegi með gufuskipinu „Thur-
ingiu“, er var nú á leið til New
ork. Þeir hringdu til lögreglunnar
í New York og báðu liana um að
taka hann fastan, er hann kæmi
til Bandarikjanna. Hann var síðan
tekinn fastur í New York þ. 20.
marz, jafnvel áður en hann steig
fæti á land.
Þessa stundina gekk Austin
Bidwell líka undir sinu rétta nafni.
Hann hafði verið giftur undir þvi
nafni og var nú að eyða hveiti-
brauðsdögunum með sinni nýju
b'rúði i Havana á Kúbu. Og að venju
gat hann ekkf látið vera að slá um
sig og láta dást að sér. Nýgiftu
hjónin héldu miklar veizlur og
veittu óspart. Þau urðu strax geysi-
lega vinsæl meðal yfirstéttarinnar
í Havana. Scotland Yard sendi um-
burðarbréf til brezkra sendiráða og
ræðismannsskrifstofa i mörgum
löndum og bað hrezka sendiherra
og ræðismenn og annað starfsfólk
á jmirra vegum að vera á varðbergi
gagnvart Austin Bidwell. Upplýsing-
ar Daisy Grey höfðu nú hjálpað til
að ljóstra upp um jiað, hver hann
var i raun og' veru. Þegar brezka
ræðismanninum í Havana barst
jjetta bréf, jjekkti hann tafarlaust
nafnið. Og Austin var liandtekinn
þ. 20. marz, eins og Mac félagi hans.
Og hann var handtekinn á stað, er
virtist i hæsta máta viðeigandi,
joegar Austin Bidwell var annars
vegar. Ifann var hándtekinn i geysi-
legri kvöldveizlu, sem hann hélt
vinum og kunningjum sínum.
Þannig var búið að hafa upp á
jjrem hinna fjögurra svikara aðeins
Jjrem vilcum eftir að upp komst um
svikin. Nú var aðeins George Bid-
well eftir, og nú fékk Scotland
Yard 75 af leynilögreglumönnum
sínum jjað verkefni í hendur að
skipuleggja mestu glæpamannaleit-
ina í sögu jíeirrar merku stofnunar.
GEORGE FER í FELUR
Þegar upp komst um falsanirnar,