Úrval - 01.04.1965, Side 125

Úrval - 01.04.1965, Side 125
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA 123 óttaðist George alls ekki um öryggi sitt. Hann liélt, að þeir hefðu falið slóð sína svo vel, að það væri eng- in hætta á þvi, að þeir þremenning- arnir, hann sjálfur, Mac eða Austin yrðu bendlaðir við fjársvik þessi. Hann hélt til baðstaðarins Leon- ards-on-Sea með ástmey sinni, Nell- ie Vernon, til þess að eyða þar nokkrum dögum. Þaðan sendi hann 300 sterlingspund til Davids How- ells, lögfræðings í Cheapside, sem gert hafði samning þeirra Noyes og Hortons, og fór fram á, að Howell tæki að sér vörn Noyes. Annars eyddi hann dögum sínum i „að hugsa um að komast undan, á meðan hann hefði enn getað yfir gefið England, án þess að eftir því hefði verið tekið. Þriðjudaginn 4. marz hélt George aftur til Lundúna, og eftir að hafa reynt árangurslaust að ná sambandi við Mac (sem þegar var lagður á flótta), ákvað hann að flýja sjálfur. Hann seldi skuldabréf og gull fyrir gimsteina hjá ýmsum gimsteina- kaupmönnum á strandgötunni. Hann gerði síðan ráðstafanir til þess að taka Nellie með sér til Ame- riku. Kannski hefur hann ætlað sér að fá hana til þess að þegja, þar eð hún vissi, hver hann var í raun og veru (þótt hún vissi reyndar ekki um aðild hans að fjársvika- málinu.) Þesi varúðarráðstöfun varð ein ungis til þess að koma lögreglunni á spor hans. George ráðgerði að sigla vestur um haf frá írlandi og bað svo Nellie um að hitta sig á Euston-járnbrautarstöðinni í Lund- únum ]). 0. marz, en þar ætluðu þau í næturlestina, sem fara átti til Dublin um Holyhead í Bretlandi. Nellie átti að sjá um mestan hlut- ann af farangri George, og ]>essi mikli farangur dró að sér athygli manna á stöðinni. Lögreglan tók hana fasta þar og fann 2717 sterl- ingspund í gulli í ferðatöskunum. Hún gafst upp við yfirheyrslurnar og leysti frá skjóðunni, og það var hún, sem fræddi þá um tilvist Ge- orge Bidwells. George hafði nú rakað af sér allt skegg í varúðarskyni. Þegar hann fann ekki Nellie á Eustonstöð- inni, ákvað hann að halda áfram til Holyhead, og honum tókst að komast upp í lestina, án þess að eftir honum væri tekið. Hann fór síðan með næturferjunni frá Holy- head yfir til Dublin og kom þang- að þ. 7. marz. Þar ætlaði hann ^sér að bíða þess, að Nellie kæmi. En þegar hann rakst á raunverulegt nafn sitt í dagblöðunum í Dublin ásamt lygilega nákvæmri persónu- lýsingu hans og upplýsingum um verðlaun fyrir handtöku hans, gerði hann ráð fyrir því, að Nellie hefði verið handtekin. Nú vissi hann að lokum, að hann var „brennimerkt- ur“ maður, sem varð að fara í fel- ur og láta bera lítið á sér. Ætlun Georges var að sigla með gufuskipinu „Cuba“ frá Cunard- skipafélaginu, en það átti að fara frá Cork i Irlandi til New York. Hann lenti ekki i neinum vandræð- um, er liann fór með Iestinni frá Dublin, en strax og hann gekk út úr járnbrautarstöðinni í Cork, stöðvaði lögregluþjónn nokkur hann. „Hafið þér nokkurn tíma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.