Úrval - 01.04.1965, Page 125
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
123
óttaðist George alls ekki um öryggi
sitt. Hann liélt, að þeir hefðu falið
slóð sína svo vel, að það væri eng-
in hætta á þvi, að þeir þremenning-
arnir, hann sjálfur, Mac eða Austin
yrðu bendlaðir við fjársvik þessi.
Hann hélt til baðstaðarins Leon-
ards-on-Sea með ástmey sinni, Nell-
ie Vernon, til þess að eyða þar
nokkrum dögum. Þaðan sendi hann
300 sterlingspund til Davids How-
ells, lögfræðings í Cheapside, sem
gert hafði samning þeirra Noyes
og Hortons, og fór fram á, að
Howell tæki að sér vörn Noyes.
Annars eyddi hann dögum sínum i
„að hugsa um að komast undan,
á meðan hann hefði enn getað yfir
gefið England, án þess að eftir því
hefði verið tekið.
Þriðjudaginn 4. marz hélt George
aftur til Lundúna, og eftir að hafa
reynt árangurslaust að ná sambandi
við Mac (sem þegar var lagður á
flótta), ákvað hann að flýja sjálfur.
Hann seldi skuldabréf og gull fyrir
gimsteina hjá ýmsum gimsteina-
kaupmönnum á strandgötunni.
Hann gerði síðan ráðstafanir til
þess að taka Nellie með sér til Ame-
riku. Kannski hefur hann ætlað
sér að fá hana til þess að þegja, þar
eð hún vissi, hver hann var í raun
og veru (þótt hún vissi reyndar
ekki um aðild hans að fjársvika-
málinu.)
Þesi varúðarráðstöfun varð ein
ungis til þess að koma lögreglunni
á spor hans. George ráðgerði að
sigla vestur um haf frá írlandi og
bað svo Nellie um að hitta sig á
Euston-járnbrautarstöðinni í Lund-
únum ]). 0. marz, en þar ætluðu
þau í næturlestina, sem fara átti
til Dublin um Holyhead í Bretlandi.
Nellie átti að sjá um mestan hlut-
ann af farangri George, og ]>essi
mikli farangur dró að sér athygli
manna á stöðinni. Lögreglan tók
hana fasta þar og fann 2717 sterl-
ingspund í gulli í ferðatöskunum.
Hún gafst upp við yfirheyrslurnar
og leysti frá skjóðunni, og það var
hún, sem fræddi þá um tilvist Ge-
orge Bidwells.
George hafði nú rakað af sér
allt skegg í varúðarskyni. Þegar
hann fann ekki Nellie á Eustonstöð-
inni, ákvað hann að halda áfram
til Holyhead, og honum tókst að
komast upp í lestina, án þess að
eftir honum væri tekið. Hann fór
síðan með næturferjunni frá Holy-
head yfir til Dublin og kom þang-
að þ. 7. marz. Þar ætlaði hann
^sér að bíða þess, að Nellie kæmi.
En þegar hann rakst á raunverulegt
nafn sitt í dagblöðunum í Dublin
ásamt lygilega nákvæmri persónu-
lýsingu hans og upplýsingum um
verðlaun fyrir handtöku hans, gerði
hann ráð fyrir því, að Nellie hefði
verið handtekin. Nú vissi hann að
lokum, að hann var „brennimerkt-
ur“ maður, sem varð að fara í fel-
ur og láta bera lítið á sér.
Ætlun Georges var að sigla með
gufuskipinu „Cuba“ frá Cunard-
skipafélaginu, en það átti að fara
frá Cork i Irlandi til New York.
Hann lenti ekki i neinum vandræð-
um, er liann fór með Iestinni frá
Dublin, en strax og hann gekk út
úr járnbrautarstöðinni í Cork,
stöðvaði lögregluþjónn nokkur
hann. „Hafið þér nokkurn tíma