Úrval - 01.04.1965, Page 130
128
mjög harSlega. Refsing ykkar verð-
ur hræSileg, og ég hika ekki viS
að kveða upp þann dóm yfir ykkur,
sem það er skylda mín að kveða
upp.... aS þið skulið allir dæmast
í lifstíðarfangelsi."
ÞaS hefði ekki verið hægt að
veita Englandsbanka færi á grimmi-
legri hefnd en þessari. Til þess að
ná þessu marki hafði bankinn eytt
ofsahárri upphæS eða samtals 43.
430 sterlingspundum í lcostnað
vegna ráðningar einkaspæjara,
verðlauna fyrir upplýsingar, leit
að vitnum og fargjöld þeirra til
Lundúna og heim aftur. En bankinn
hafði náð aftur 73.420 sterlings-
pundum af hinu stolna fé, og dregið
hafði úr sárasta sviða hins hel-
særða stolts hans.
Þeir Mac, George, Austin og No-
yes gátu einnig verið stoltir af
einni staðreynd. Þeir neyddu Eng-
landsbanka til þess aS endurskoða
algerlega allar öryggisreglur, hvað
snerti víxlaviðskipti bankans (en
þeim reglum hefur verið breytt á
einhvern þann liátt, sem hefur ekki
veirð opinberlega tilkynntur, en er
ÚRVAL
líklega fullnægjandi fyrir bankann).
Og það afrek þeirra hlýtur að hafa
komið þeim til þess að brosa ör-
lítið öðru hverju á hinum löngu ár-
um þeirra í Dartmoorfangelsinu.
Eftir l'i ára dvöl í fangelsi var
George Bidwell látinn laus vegna
mjög lélegrar heilsu í þeirri trú,
að hann œtti aðeins nokkra mán-
uði eftir ólifaða. En hann komst
til heilsu aftur og tók að vinna að
því af miklum ákafa, að félagar
hans yrðu látnir lausir. Að lokum
tókst þetta með hjálp geysimikils
bænarskjals, sem sent var brezku
stjórninni, en á því gat meðal ann-
ars að líta nöfn rithöfundanna
Marks Twains og Harriet Beecher
Stowes. Austin var látinn laus árið
1890 eftir 17 ára fangelsisvist, og
þeir Mac og Noyes ári síðar, George
eyddi svo því, sem eftir var ævinn-
ar, til þess að halda fyrirlestra
yfir bandarískum ni/stúdentum við
ýmsa háskóla þar vestra um mein-
semdir glæpanna og „hættur hins
breiða vegar.“
MaSuy einn kom dauðþreyttur heim úr vinnu, og hýrnaði heldur en
ekki yfir honum, þegar hann gekk inn og sá dásamlega tertu á borð-
stofuborðinu, skreytta 7 kertum. „Ha, afmælisterta!" sagði hann glað-
lega. „Nú, hver á afmæli?"
„0,“ svaraði eiginkona hans kæruleysislega, „mér datt svona í hug
að baka afmælistertu fyrir kjólinn, sem ég er í. Hann varð, sko, 7 ára
í dag, blessaður.“ D. A. C. News
Auglýsingaspjald utan á veitingahúsi í Cornwall: „Skringileg 16. aldar
salöt og kökur.“