Úrval - 01.07.1968, Page 43
CONCORDE
41
vegna notkunar beg'gja tungumál-
anna,“ segir einn af forstjórunum,"
eru ákvarðanir, sem annars hefði
verið frestað fram á síðustu stundu,
teknar í tæka tíð.“
Mjög fullkomin þjónusta, er snýr
að þýðingum beggja tungumálanna,
er starfrækt. Þrátt fyrir það taka
starfsmennírnir þátt í tungumála-
námskeiðum á vegum fyrirtækisins.
Öll auglýsingaspjöld og tákn í Con-
corde byggingunni eru samt á báð-
um tungumálunum. En að sjálfsögðu
á sér stað misskilningur, öðru
hverju.
Það orð í enskri tungu, sem vald-
ið hefur Frökkum mestum erfiðleik-
um er „en“ (but). Frakkinn Jean
Sollier segir: „Við stöndum í þeirri
trú að hafa komizt að samkomulagi
við Breta, þar til þeir segja í lok
umræðnanna: „Já, við erum ykkur
sammála, en . ..Og þetta en þýð-
ir, að þeir séu okkur ósammála.“
Ýmsir okkar vara sig enn ekki á
þessu.“ „Nú orðið erum við ekki
eins tvíræðir í tali,“ segir Leslie
Weaver, tæknifræðingur hjá BAC.
„Það er sannarlega til mikilla bóta
fyrir alla aðila.“
Samvinna Breta og Frakka við
smíði Concorde þotunnar hefur ver-
ið þeim mjög lærdómsrík. ,,Ég dái
Breta fyrir þann hæfileika þeirra
að geta séð vandamálin allt í gegn,
frá byrjun til enda,“ segir einn af
forstjórum Sud Avaition. Og Sir
George Edwards framkvæmdastjóri
BAC dáist af Frökkum vegna hins
eldlega áhuga sem þeir sýna á smíði
þotunnar.
Þessi áhugi lýsir sér ef til vill
bezt í ummælum eins af frönsku
verkstjórunum. Hann sagði: „Hér er
framtíð mín í húfi.“ Þegar hluti af
bol þotunnar var fluttur fyrir
nokkru milli tveggja verksmiðju-
bygginga Sud Aviation gegnum Tou-
louse, beið fjöldi manns alla nóttina
á götum úti til að fylgjast með flutn-
ingunum: „Þessi forni eldmóður,
sem nú hefur borizt yfir sundið, er
sannarlega góður fyrir okkur Breta,“
segir Sir George.
Náið samband hefur skapazt milli
brezkra og franskra verkamanna,,
sem starfa til skiptis í Bristol og
Toulouse. Báðum aðilum finnast
heimalönd hvors um sig ekki líkt því
eins fráhrindandi eins og þeir höfðu
vænzt í fyrstu. Brezku verkamenn-
irnir hafa lært að spila boule, sem
er mjög áþekkt enska keiluspilinu,
og frönsku verkamennirnir kunna
miklu betur við sig í ensku kránum
en þeim frönsku.
Derek Hayward starfsmaður BAC
í Toulouse er mjög undrandi yfir,
hve Frakkar eru óháðir hinum föstu
vinnustundum. Sama daginn og Tour
de France reiðhjólakeppnin áfti sér
stað, komu frönsku verkamennirnir
til vinnu kl. 4 um morguninn, Upp
úr hádeginu höfðu þeir lokið störf-
um sínum. Fóru þeir þá þegar til
að fylgjast með keppninni. ,,Ég vildi,
að við gætum haft þetta einnig
svona heima“, segir Hayward.
Frönsku og brezku starfsmennirn-
ir hittast með fjölskyldum sínum í
Cote d'Azur, en þar eru hús og íbúð-
ir, sem þeir skiptast á um að búa
i. Oft dvelja þeir heima hver hjá
öðrum, þegar þeir þurfa að bregða
sér snögga ferð milli landanna. Og
meðan skólarnir eru starfræktir,