Úrval - 01.07.1968, Síða 48

Úrval - 01.07.1968, Síða 48
46 URVAL með sér og sem persónu í tengslum við annað fólk. Og það er einmitt í leikjum, að þau byrja að finna sínar eigin lausnir. Það er auðvelt að sjá, hvernig barn þroskast líkamlega, er það lærir að stökkva, hlaupa, klifra og halda jafnvægi. Það er ekki eins auðvelt að sjá, hvernig börn öðl- ast skilning á sér sjálfum og öðr- um, þegar þau setja á svið í leikj- um sínum ímyndanir sínar og árekstra, ótta, árásarhvöt og innri ringulreið. Af umhverfinu, sem barnið skapar sér í leikjum sínum, er það hvatt til þess að gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn, til þess að kanna, gera tilraunir, til þess að mistakast og vinna sigur. Það byrj- ar þannig að læra, hvaða persóna það er, hvað það getur gert og hvernig auðveldast er fyrir það að lifa lífinu með öðru fólki, svo að vel fari. Börn á forskólaaldri glíma við vandamál samkeppninnar. Sem börn finnst þeim þau vera miðdepill al- heimsins, en þegar þau eldast og þroskast, gera þau sér grein fyrir því, að þau verða að deila ást og at- hygli með öðrum. Þetta getur gert þau reið í byrjun, síðan hrædd og full sektarkenndar vegna reiðinnar, sem áður greip þau. Þó að börn tali ekki um tilfinningar sínar, „setja þau þær á svið“ í leikjum sínum. Leikur er aðferð barnsins til þess að tjá sínar ómeðvituðu þarfir og tilfinningar. Leikurinn getur líka verið tungumálið, sem barnið not- ar til þess að tjá tilfinningar sínar fyrir hinum fullorðnu. Forskólabarn getur orðið mjög reitt hinum fullorðnu. Hinir full- orðnu eru svo valdamiklir, og því kann það að vera, að það dylji þessa reiði sína, En það verður að fá útrás fyrir þessa innri spennu á einhvern hátt. Það getur fengið slíka útrás í martröð og með því að væta rúmið. En það getur einn- ig fengið hana með því að búa til myndir úr leir. „Ég held, að ég búi til mömmu og' pabba,“ segir barnið, og fimm mínútum síðar mölbrýtur það stytturnar af per- sónunum, sem því þykir vænt um. Forskólabörn geta uppgötvað, í hverju það er fólgið að vera full- orðinn, að finna til blandaðra til- finninga og kennda, að hata og elska í senn, að meta einhvern mik- ils og að vilja drepa einhvern í senn, að finna til samúðar með ein- hverjum, sem hefur meiðzt, og vilja ryðja einhverjum úr vegi, sem er fyrir. Allt fullorðið fólk býr yfir slíkum tilfinningum, og flestir full- orðnir halda slíkum tilfinningum í skefjum í stað þess að tjá þær. En ungt barn verður að læra, hvernig það á að fá útrás fyrir tilfinningar, sem er ekki hægt að tjá í verkum. Kennari þess og foreldrar halda aftur af því, þegar það finnur til löngunar til þess að berja frá sér í ofsareiði. En það finnur, að reiði þess dvínar og hverfur, þegar það fer í bófaleik og „drepur“ bezta vin sinn. Sektin og óttinn, sem inni- byrgð reiði elur af sér, fær því ekki tækifæri til þess að myndast eða magnast. Hér er lítið barn, sem hefur að- eins verið í þessari veröld í nokkur ár, að reyna að glíma við vanda-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.