Úrval - 01.07.1968, Side 60
58
ÚRVAL
En nú er hann mjög þakklátur fyr-
ir þetta. Um þessar fyrri aðstæður
sínar viðhefur hann þessi orð: „Ég
varð að vinna hörðum höndum í
skipasmíðastöðinni, vinna með
höndunum í bókstaflegum skiln-
ingi þess orðs. Þá lærði ég fjölmargt,
sem ég hefði aldrei skilið rétt, ef
ég hefði strax byrjað að starfa á
teiknistofu við skipateikningar,
klæddur jakkafötum með hvítan
flibba um hálsinn." Vinnuveitandi
hans var skipasmíðastöðin Göta-
verken í Svíþjóð, ein af stærstu
skipasmíðastöðvum heimsins. Þegar
kverkatök heimskreppunnar tóku
að linast, fékk hann starf, sem
hæfði betur menntun hans. Hann
fékk nú starf sem skipaarkitekt og
hlaut brátt mikinn frama innan fyr-
irtækisins.
Skipasmíðar stóðu með miklum
blóma fyrst eftir stríðið, en því
blómaskeiði var alveg lokið, þegar
komið var fram á árið 1957. Sam-
keppnin harðnaði með hverjum
mánuðinum sem leið. Hið risavaxna
sænska skipafélag Grangesberg
hafði látið byggja næstum 40 skip
hjá Götaverken, en nú var svo kom-
ið, að það fór að láta byggja sum
skip sín í Japan. Nú var tími til
þess kominn, að forystumenn Göta-
verken færu að hugsa alvarlega um
framtíðina. Nú var Nils Svensson
orðinn framleiðsluframkvæmda-
stjóri. Hann kom fram með nýjar,
róttækar hugmyndir á stjórnarfundi
hjá fyrirtækinu um þetta leyti.
„Við erum enn að bjástra við skip
með sömu aðferðum og hann Nói
gamli gerði, a. m. k. svona í stór-
um dráttum," sagði hann. „Hvers
vegna getum við ekki framleitt
skip á sama hátt og bílaverksmiðj-
urnar framleiða bíla?“
Áætlanir Svenssons um stækkun
og útþenslu skipasmíðastöðvarinnar
voru í þrem heildarliðum. í fyrsta
lagi átti að leita um víða veröld að
sem beztum vélum og aðferðum til
þess að nota við framleiðsluna, og
með þeirra hjálp átti að mynda ný-
tízkulegustu og afkastamestu skipa-
smíðastöð, sem nokkru sinni hafði
þekkzt, þar sem framleiðnin skyldi
ráða ríkjum.
í öðru lagi skyldi ráðið fram úr
þe.im vandamálum, sem hið sænska
veðurfar olli, Rigning, snjókoma,
kuldi og ónæg dagsbirta skapaði
mikla erfiðleika við framleiðsluna,
hvað fjórðung vinnutímans snerti ár
hvert. „Við skulum byggja mestan
hluta hvers skips innanhúss í þurru,
upphituðu umhverfi," sagði Svens-
son.
Og svo var komið að þriðja lið
áætlunarinnar. Skip höfðu hingað
til ávallt verið byggð á einum og
sama staðnum, þ. e. í heild, og það-
an hafði skrokkurinn ekki verið
hreyfður, fyrr en skipinu var svo
hleypt af stokkunum. Þetta hafði í
för með sér geysilega tímaeyðslu,
er starfsmennirnir urðu stöðugt að
færa sig stað úr stað við skips-
skrokkinn og í honum. Hví skyldi
ekki vera unnt að láta hið vaxandi
skip renna ofurhægt framhjá starfs-
mönnunum líkt og bíl á færibandi
í verksmiðju?
Það voru ýmsir, sem létu mikinn
efa í ljósi, hvað þetta atriði snerti.
Þeir héldu því fram, að það væri
ekki neinum erfiðleikum bundið að