Úrval - 01.07.1968, Page 60

Úrval - 01.07.1968, Page 60
58 ÚRVAL En nú er hann mjög þakklátur fyr- ir þetta. Um þessar fyrri aðstæður sínar viðhefur hann þessi orð: „Ég varð að vinna hörðum höndum í skipasmíðastöðinni, vinna með höndunum í bókstaflegum skiln- ingi þess orðs. Þá lærði ég fjölmargt, sem ég hefði aldrei skilið rétt, ef ég hefði strax byrjað að starfa á teiknistofu við skipateikningar, klæddur jakkafötum með hvítan flibba um hálsinn." Vinnuveitandi hans var skipasmíðastöðin Göta- verken í Svíþjóð, ein af stærstu skipasmíðastöðvum heimsins. Þegar kverkatök heimskreppunnar tóku að linast, fékk hann starf, sem hæfði betur menntun hans. Hann fékk nú starf sem skipaarkitekt og hlaut brátt mikinn frama innan fyr- irtækisins. Skipasmíðar stóðu með miklum blóma fyrst eftir stríðið, en því blómaskeiði var alveg lokið, þegar komið var fram á árið 1957. Sam- keppnin harðnaði með hverjum mánuðinum sem leið. Hið risavaxna sænska skipafélag Grangesberg hafði látið byggja næstum 40 skip hjá Götaverken, en nú var svo kom- ið, að það fór að láta byggja sum skip sín í Japan. Nú var tími til þess kominn, að forystumenn Göta- verken færu að hugsa alvarlega um framtíðina. Nú var Nils Svensson orðinn framleiðsluframkvæmda- stjóri. Hann kom fram með nýjar, róttækar hugmyndir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu um þetta leyti. „Við erum enn að bjástra við skip með sömu aðferðum og hann Nói gamli gerði, a. m. k. svona í stór- um dráttum," sagði hann. „Hvers vegna getum við ekki framleitt skip á sama hátt og bílaverksmiðj- urnar framleiða bíla?“ Áætlanir Svenssons um stækkun og útþenslu skipasmíðastöðvarinnar voru í þrem heildarliðum. í fyrsta lagi átti að leita um víða veröld að sem beztum vélum og aðferðum til þess að nota við framleiðsluna, og með þeirra hjálp átti að mynda ný- tízkulegustu og afkastamestu skipa- smíðastöð, sem nokkru sinni hafði þekkzt, þar sem framleiðnin skyldi ráða ríkjum. í öðru lagi skyldi ráðið fram úr þe.im vandamálum, sem hið sænska veðurfar olli, Rigning, snjókoma, kuldi og ónæg dagsbirta skapaði mikla erfiðleika við framleiðsluna, hvað fjórðung vinnutímans snerti ár hvert. „Við skulum byggja mestan hluta hvers skips innanhúss í þurru, upphituðu umhverfi," sagði Svens- son. Og svo var komið að þriðja lið áætlunarinnar. Skip höfðu hingað til ávallt verið byggð á einum og sama staðnum, þ. e. í heild, og það- an hafði skrokkurinn ekki verið hreyfður, fyrr en skipinu var svo hleypt af stokkunum. Þetta hafði í för með sér geysilega tímaeyðslu, er starfsmennirnir urðu stöðugt að færa sig stað úr stað við skips- skrokkinn og í honum. Hví skyldi ekki vera unnt að láta hið vaxandi skip renna ofurhægt framhjá starfs- mönnunum líkt og bíl á færibandi í verksmiðju? Það voru ýmsir, sem létu mikinn efa í ljósi, hvað þetta atriði snerti. Þeir héldu því fram, að það væri ekki neinum erfiðleikum bundið að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.