Úrval - 01.01.1976, Side 3
1. hefti
35. ár
Janúar
1976
Úrval
Úrval á þrjátíu og fimm ára afmæli á þessu ári. I tilefni ársins hefur
það því dubbað sig upp og kemur nú í nýjum fötum. Það hefur tekið
offsettæknina í þjónustu sína og þannig samið sig að nýjum tíðaranda
og nýrri tækni.
Á þessum þrjátíu og fimm ára tímabili hefur Úrval átt sína góðu
tíma og sína slæmu tíma. Upp á síðkastið hefur þannig heldur vænkast
hagurþess og útbreiðslan aukist, enda er það í samræmi við reynsluna
annars staðar í heiminum af tímaritum sem Úrvali, tímaritum, sem
flytja margháttað fróðleiksefni í samanþjöppuðu formi og sækja víða
til fanga.
Tímarit af þessu tagi eru eðli sínu samkvæm heldur íhaldasöm í
þeim skilningi, að þau breyta ekki svo glatt um form og farveg, þátt
skipt sé um prenttækni. Þannig mun efnisval Úrvals halda áfram eins
og verið hefur, enda ekki ástæða til mikilla breytinga á þeim vettvangi,
meðan það nýtur vinsælda eins og það er. Þó verður sú breyting nú frá
því sem var á síðast liðnu ári, að þátturinn , ,Börnin okkar’ ’ verður ekki
í hvert sinn, heldur þegar efni liggur fyrir, og sú breyting verður á
verðlaunafyrirkomulagi, að auk þess sem verðlaumahafínn fær sínar
fimm hundruð krónur í verðlaun, fá allir þeir, sem eiga sögur í
þættinum, heftið sent heim ókeypis. Þessi breyting er gerð vegna þess,
að satt best að segja hefur gengið stirðlega að fá nægilega margar góðar
sögur til þess, að unnt sé að halda þættinum úti. Hins vegar er óhætt
að segja, að allar þær sögur, sem komið hafa, hafa verið góðar.
Og með þessum orðum býður Úrval gleðilegt nýár og þakkar fyrir öll
gömlu árin, þrjátíu og fimm að tölu.
Ritstjóri.
Veturinn á íslandi getur iðulega verið fallegur, Þótt okkur þyki hann
oftast bæði langur og kaldur. Kannski er gestum á landi okkar
auðveldara að sjá fegurðina en okkur, sem hér höfum alið allan okkar
aldur. Og sumum fer svo, að þeir setjast að hjá okkur, eins og
höfundur kápumyndarinnar að þessu sinni: James H. Pope.