Úrval - 01.01.1976, Page 3

Úrval - 01.01.1976, Page 3
1. hefti 35. ár Janúar 1976 Úrval Úrval á þrjátíu og fimm ára afmæli á þessu ári. I tilefni ársins hefur það því dubbað sig upp og kemur nú í nýjum fötum. Það hefur tekið offsettæknina í þjónustu sína og þannig samið sig að nýjum tíðaranda og nýrri tækni. Á þessum þrjátíu og fimm ára tímabili hefur Úrval átt sína góðu tíma og sína slæmu tíma. Upp á síðkastið hefur þannig heldur vænkast hagurþess og útbreiðslan aukist, enda er það í samræmi við reynsluna annars staðar í heiminum af tímaritum sem Úrvali, tímaritum, sem flytja margháttað fróðleiksefni í samanþjöppuðu formi og sækja víða til fanga. Tímarit af þessu tagi eru eðli sínu samkvæm heldur íhaldasöm í þeim skilningi, að þau breyta ekki svo glatt um form og farveg, þátt skipt sé um prenttækni. Þannig mun efnisval Úrvals halda áfram eins og verið hefur, enda ekki ástæða til mikilla breytinga á þeim vettvangi, meðan það nýtur vinsælda eins og það er. Þó verður sú breyting nú frá því sem var á síðast liðnu ári, að þátturinn , ,Börnin okkar’ ’ verður ekki í hvert sinn, heldur þegar efni liggur fyrir, og sú breyting verður á verðlaunafyrirkomulagi, að auk þess sem verðlaumahafínn fær sínar fimm hundruð krónur í verðlaun, fá allir þeir, sem eiga sögur í þættinum, heftið sent heim ókeypis. Þessi breyting er gerð vegna þess, að satt best að segja hefur gengið stirðlega að fá nægilega margar góðar sögur til þess, að unnt sé að halda þættinum úti. Hins vegar er óhætt að segja, að allar þær sögur, sem komið hafa, hafa verið góðar. Og með þessum orðum býður Úrval gleðilegt nýár og þakkar fyrir öll gömlu árin, þrjátíu og fimm að tölu. Ritstjóri. Veturinn á íslandi getur iðulega verið fallegur, Þótt okkur þyki hann oftast bæði langur og kaldur. Kannski er gestum á landi okkar auðveldara að sjá fegurðina en okkur, sem hér höfum alið allan okkar aldur. Og sumum fer svo, að þeir setjast að hjá okkur, eins og höfundur kápumyndarinnar að þessu sinni: James H. Pope.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.