Úrval - 01.01.1976, Side 5
ÚRVAL
3
Á aðeins einurn áratug hefur tekist að gera slíkar gagngerar endurbœtur
á sviði blóðsöfnunar og blóðbankareksturs i New Yorkborg, að um
algera byltingu er að ræða. Áður eyðilagðist ætíð mikið magn af blóði,
og oft skaþaðist hættuástand vegna blóðskorts, en nú vinnur blóðsöfn-
unarkerfið geysilega vel.
ENDURBÆTUR Á SVIÐI
BLÓÐSÖFNUNAR OG
BLÓÐBANKAREKSTURS
Eftir Walter S. Ross.
A
*
T-
Vlöicvícvjóts hverjum degi eru sjúku og
slösuðu fólki gefnar yfir
18.000 einingar af bióði
(ein eining er tæpur hálfur
lítri). Þannig er blóðvefjar-
flutningur algengastur ailra
vefjarflutninga og sá, sem heppnast best,
Þörfin fyrir blóðgjafir eykst um 10% ár-
lega af ýmsum ástæðum t.d. vegna þess
að nýjar „vörutegundir” unnar úr blóði
svo sem gamma globulin, koma stöðugt
fram og vegna þess að flóknar skurðað-
gerðir, svo sem á opnu hjarta, verða sífellt
algengari, en blóðgjafarþörfin við einn
slíkan uppskurð getur numið allt að
30 lítrum. Einnig má nefna, að ýmsum
sjúklingum sem þjást af ýmsum blóðsjúk-
dðmum, svo sem blóðkrabbameini og
dreyrasýki, er haldið lifandi með reglu-
legri gjöf vissra blóðefna. Allar þessar
ástæður gera það að verkum, að blóð-
söfnun og blóðbankarekstur hafa geysi-
mikla þýðingu fyrir líf okkar. En samt
er blóðbankakerfi okkar yfirieitt litt
starfhæft, enda ríkir yfirleitt hin mesta
ringulreið á því sviði.
Aðalvandamálið hefur verið að tryggja,
að nægilegar birgðir væru stöðugt fyrir
hendi. Það má gera ráð fyrir því, að það
skapist ætíð hættuástand, þegar um löng
almenn leyfi er að ræða. Eftirspurnin
eftir blóði vex vegna aukins fjölda slysa og
.birgðirnar minnka vegna þess að svo
margir blóðgjafar eru utanbæjar. í
dagblöðunum má þá oft sjá hina þekktu
fyrirsögn: VAÍIABIRGÐIR AF BLÓÐI