Úrval - 01.01.1976, Side 9

Úrval - 01.01.1976, Side 9
ENDURBÆTUR Á SVIÐI BLÓDSÖFNUNAR OG BLÖÐBANKAREKSTURS 7 Við hinar ýmsu rannsóknir, sem fram- kvæmdar hafa verið á vegum Blóðmið- stöðvarinnar, hefur einnig fundist aðferð til þess að frysta heilt blóð og geyma það eins lengi og óskað er. Aðferðin er allt of dýr til notkunar í stórum stíl, enda kostar hálfur lltri af slíku blóði 70 dollara. Þessi aðferð er aðeins notuð, þegar um sjaldgæfa blóðflokka er að ræða, en um 2000 einingar af slíku blóði eru geymdar þar í djúpfrysti. Blóð sumra samlagast svo illa blóði næstum allra annarra, að þeir eru látnir gefa blóö, svo að hægt sé að frysta það og geyma, ef ske kynni, að þeir þyrftu einhvern tíma í framtíðinni á blóðgjöf að halda...frá sjálfum sér. I Blóðmiðstöðinni er einnig.aðskilið og einangrað efni, sem kallað er Þáttur VIII (Factor VIII). Það er hið lífsnauðsy.nlega blóðefni, sem flesta dreyrasýkissjúklinga skortir, en án þessa efnis kann þeim að blæða til ólífis. Árum saman var aðeins haégt að vinna efni þetta úr heilu bloði. Dreyrasýkissjúklingar, sem fengu blæð- ingar, komust í tvenns konar lífshættu, sem stafaði bæði af blóðmissinum og einnig af of miklu álagi á hjartað, sem orsakaðist af því, að það varð að dæla svo miklu aukamagni af heilu blóði, sem sjúklingum hafði verið gefið til þess að stöðva blæðingarnar. Nú geta dreyra- sýkissjúklingar komið í veg fyrir blæð- ingar með því að fá sprautur af Þætti VIII reglulega. Þeir geta sjálfir sprautað sig á heimilum sínum á svipaðan hátt og sykursýkisjúklingar sprauta I sig insulin (eyjavaka). Takmarkinu náð. Nú er Blóðáætlun Stór-New York stærsti blððbanki heims- ins og sannkölluð rannsóknaparadís fyrir vísindamenn og lækna víðs vegar að úr veröldinni. Blóðbanki þessi tekur á móti um 750 lítrum af blóði úr íbúum stór- borgarsvæðisins á hverjum virkum degi, vinnur úr því og sendir það til sjúkra- húsa svæðisins. Blóðgjafar verða að vera a.m.k. 100 pund að þyngd, milli 17 og 66 ára gamlir, lausir við lifrarbólgu og þeir mega ekki vera þungaðir. Það er alltaf verið að vinna í Blóðmiðstöðinni allan sólarhringinn. Fra klukkan 9 á morgn- ana til 9 á kvöldin alla 365 daga ársins safnar starfsfólkið blóði, flokkar það og vinnur úr þvl og framkvæmir alls konar blóðrannsóknir. Hina 12 tíma sólar- hringsins er hreinsað til. Þá fer einnig fram birgðakönnun, og þá er starf næsta dags skipulagt. Blóðmiðstöðin hóf starf sitt í smáum stíl fyrir einum áratug, en nú er hún í þann veginn að ná því takmarki að eiga ætíð algerlega nægar birgðir af blóði frá blóðgjöfum, sem eru sjálfboðaliðar, blóði, sem fullnægt geti þörfum þeirra 15 millj- óna manna, sem á stórborgarsvæðinu búa. Ástandið í þessum málum annars staðar í lan<^inu er í alveg sama ólestri og það varí New York fyrir einum áratug. Þar er um að ræða fjölda stofnana og samtaka, sem keppa innbyrðis, og sóunin ermikil. William S. Kyler, framkvæmda- stjóri Blóðbankaráðsins, kemst svo að orði um vandamái þetta: ,,Takist risavöxnu borgarsvæði eins og New York að leysa vandamál sln á þessu sviði, ætti slíkt að vera miklu auðveldara fyrir minni borgir.”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.