Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 9
ENDURBÆTUR Á SVIÐI BLÓDSÖFNUNAR OG BLÖÐBANKAREKSTURS 7
Við hinar ýmsu rannsóknir, sem fram-
kvæmdar hafa verið á vegum Blóðmið-
stöðvarinnar, hefur einnig fundist aðferð
til þess að frysta heilt blóð og geyma
það eins lengi og óskað er. Aðferðin
er allt of dýr til notkunar í stórum
stíl, enda kostar hálfur lltri af slíku blóði
70 dollara. Þessi aðferð er aðeins notuð,
þegar um sjaldgæfa blóðflokka er að ræða,
en um 2000 einingar af slíku blóði eru
geymdar þar í djúpfrysti. Blóð sumra
samlagast svo illa blóði næstum allra
annarra, að þeir eru látnir gefa blóö,
svo að hægt sé að frysta það og geyma,
ef ske kynni, að þeir þyrftu einhvern
tíma í framtíðinni á blóðgjöf að
halda...frá sjálfum sér.
I Blóðmiðstöðinni er einnig.aðskilið og
einangrað efni, sem kallað er Þáttur VIII
(Factor VIII). Það er hið lífsnauðsy.nlega
blóðefni, sem flesta dreyrasýkissjúklinga
skortir, en án þessa efnis kann þeim að
blæða til ólífis. Árum saman var aðeins
haégt að vinna efni þetta úr heilu bloði.
Dreyrasýkissjúklingar, sem fengu blæð-
ingar, komust í tvenns konar lífshættu,
sem stafaði bæði af blóðmissinum og
einnig af of miklu álagi á hjartað, sem
orsakaðist af því, að það varð að dæla svo
miklu aukamagni af heilu blóði, sem
sjúklingum hafði verið gefið til þess að
stöðva blæðingarnar. Nú geta dreyra-
sýkissjúklingar komið í veg fyrir blæð-
ingar með því að fá sprautur af Þætti
VIII reglulega. Þeir geta sjálfir sprautað
sig á heimilum sínum á svipaðan hátt og
sykursýkisjúklingar sprauta I sig insulin
(eyjavaka).
Takmarkinu náð. Nú er Blóðáætlun
Stór-New York stærsti blððbanki heims-
ins og sannkölluð rannsóknaparadís fyrir
vísindamenn og lækna víðs vegar að úr
veröldinni. Blóðbanki þessi tekur á móti
um 750 lítrum af blóði úr íbúum stór-
borgarsvæðisins á hverjum virkum degi,
vinnur úr því og sendir það til sjúkra-
húsa svæðisins. Blóðgjafar verða að vera
a.m.k. 100 pund að þyngd, milli 17 og 66
ára gamlir, lausir við lifrarbólgu og þeir
mega ekki vera þungaðir. Það er alltaf
verið að vinna í Blóðmiðstöðinni allan
sólarhringinn. Fra klukkan 9 á morgn-
ana til 9 á kvöldin alla 365 daga ársins
safnar starfsfólkið blóði, flokkar það og
vinnur úr þvl og framkvæmir alls konar
blóðrannsóknir. Hina 12 tíma sólar-
hringsins er hreinsað til. Þá fer einnig
fram birgðakönnun, og þá er starf næsta
dags skipulagt.
Blóðmiðstöðin hóf starf sitt í smáum
stíl fyrir einum áratug, en nú er hún
í þann veginn að ná því takmarki að eiga
ætíð algerlega nægar birgðir af blóði frá
blóðgjöfum, sem eru sjálfboðaliðar, blóði,
sem fullnægt geti þörfum þeirra 15 millj-
óna manna, sem á stórborgarsvæðinu
búa. Ástandið í þessum málum annars
staðar í lan<^inu er í alveg sama ólestri
og það varí New York fyrir einum áratug.
Þar er um að ræða fjölda stofnana og
samtaka, sem keppa innbyrðis, og sóunin
ermikil. William S. Kyler, framkvæmda-
stjóri Blóðbankaráðsins, kemst svo að orði
um vandamái þetta: ,,Takist risavöxnu
borgarsvæði eins og New York að leysa
vandamál sln á þessu sviði, ætti slíkt að
vera miklu auðveldara fyrir minni
borgir.”