Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 34

Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 34
32 lega einstakiingsbundin. Jafnvel slikar at- hafnir sem að fara í flík eða úr henni eru greindar sundur r smáþætti og þeir þættir endurteknir æ ofan i æ. Börnin læra á æfingunni. Þeir, sem útskrifast af ,,smá- barnadeildinni” og komast á stig „for- skólabarna”, fá nú að kynnast stafrófinu. Ég sá börnin vera að vinna að stöfunum M og A, grundvallarhljóðtáknum fyrir fyrsta orðið, sem þau læra, orðið „mamma”. I annarri stofu voru 8-12 ára börn að sundurgreina og flokka kubba, kúiur og pappírsmiða og lærðu jafnframt að skynja og þekkja lögun og lit, áður en þau tóku til við flóknari afstæð hugtök, svo sem orð og tölur. 9-13 ára börn eru svo tilbúin til þess að hefja lestrarnám. Mælt með venjulegum mælikvarða eru framfarirnar óskaplega hægar og óvissar. „Það, sem maður getur lært á tveim tímum, tekur sum þeirra tvö ár,” segir dr. Egg. En kennararnir eru samt óendanlega þolin- móðir, og sérhvert barn er þeim sérstök hvatning. Hans, sem var 10 ára, var sendur í skóla dr. Eggs, og fylgdi honum þessi ógn- vænlega umsögn: hann var allt of starf- samur og á miklu iði, hann var allt of árásarhneigður og réðist á önnur börn með hníf að vopni. I rauninni var greind hans rétt aðeins fyrir neðan eðiileg mörk, en hann hafði fundið til algers vanmátt- ar gagnvart námsefni, sem hæfileikar hans réðu ekki við, og sú kennd hafði brotist út á þennan hátt. Fyrst sá dr. Egg til þess, að Hans hefði ekki hnlf x fórum sínum. Þegar hann kastaði töskunni sinni út um glugga, beið hún bara eftir því, að hann sækti hana. Slðan lét hún hann finna til ánægjunnar af velgengni í námi með því að fá honum ÚRVAL viðfangsefni, sem hann réð við. Önnur viðfangsefni sama eðlis fylgdu svo á eftir, og vandi þeirra óx mjög hægt, svo að hann fann aldrei til algers vanmáttar gagnvart þeim. Nú vinnur Hans í mötuneyti í stórum skóla og hefur sannað, að hann getur staðið sig í heimi samkeppninnar, búi hann við aðstæður, sem eru honum ekki ofviða. „Hann reyndi á þolrifin í okkur um hríð,” segir dr. Egg, „en hann fann smám saman frið vegna friðarins, sem ríkir hjá okkur. ’ ’ Maríu Egg finnst, að umferðarfræðsla sé nemendum þessum sérstaklega þýð- ingarmikil, eigi þeim að takast að standa á eigin fótum og stjórna sínu eigin iífi og geta farið um göturnar frjálsir ferða sinna. Þegar barn hefur nám í skóla dr. Eggs, er móðirin beðin um að skilja það eftir fyrir utan hliðið og láta það komast inn í skólann af sjálfsdáðum. Að nokkrum tíma liðnum á hún aðeins að fylgja því að næsta götuhorni. Slðan er barnið æft í því 2-4 sinnum á dag að fara yfir götu. Næsta skrefið er fólgið í þvl, að kennari barnsins eða eldri skólafélagi fylgir því í strætisvagn eða sporvagn, sem fer til stað- ar nálægt heimili þess, og móðir þess bíður svo eftir þvl á þeirri biðstöð. Fyrr eða síðar kemur svo að því, að barnið getur ferðast í skóla og úr honum eitt síns liðs. Aðeins 5 barnanna hafa lent í umferðarslysum, sem er mjög lág tala fyrir hvaða skóla sem er. Sams konar krafa Maríu Egg um, að hlúð skuli að sjálfstrausti barnsins, olli því, • að hún var andvíg sundlauginni, sem uppdrátturinn sýndi, að átti að fylgja nýtlsku skólanum, sem Zúrichsýsla lét reisa handa henni árið 1962. „Ég vil ekki, að hér myndist eins konar innilokunar- hverfi líkt og gyðingahverfin,” sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.