Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 35
33
KENNARINN, SEM REYNST HEFUR AFLGJAFI VANÞROSKA BARNA
Hún vill heldur láta tvo kennara fara með
börnin í almenningssundlaug, þar sem
þau verða að læra, hvernig þau eiga
að fara að við að taka við lykli, finna
klefa, hátta sig, ganga frá fötunum, læsa
klefanum og gera síðan allt þetta aftur í
öfugri röð að sundinu loknu, og hvernig
þeim megi takast að umbera einstaka
móðgaðan baðgest, sem er andvígur
nálægð þeirra.
Kjarni lífsins. Þegar María Egg velur
sér samstarfsmenn, krefst hún prófs, sem
veitir réttindi til kennslu í leikskóla
smábarna eða barnaskóla, og einnig prófa
í menntun barna með sérþarfir, auk
dálítillar reynsiu af kennslu í venjulegum
skóla. ,,Grundvöllur þekkingar okkar
verður að vera hið eðlilega þroskaða barn,
eigi okkur að takast að leiða hið afbrigði-
lega barn áleiðis að hinu eðlilega marki,”
segir hún. En kennaramenntun og þjálf-
un nægir ekki. Það er alveg eins mikil
þörf fyrir ást og umhyggju. ,,Maður er
alveg hjálparvana, þyki manni ekki vænt
um barnið, þrátt fyrir alla þess duttlunga,
galla og jafnvel ðaðlaðandi útlit, því að
vanþroska börn eru alveg sérstaklega næm
fyrir því, hvort fólki geðjast vel eða iila
að þeim.”
Hún gerir sér far um að vera viðstödd
alla kennarafundi og vera alltaf samvist-
um við kennarana í kaffitímum þeirra,
því að það er við slíkar aðstæður, að það
kemur oft fyrir, að einhver segir eitthvað
á þessa leið: ,,Ég þoli hann Vilhjálm
ekki!” Alltaf er þá einhver viðstaddur
sem þolir Vilhjálm, og þá getur hann eða
hún lagt sitt lóð á metaskálarnar.
Hinn athyglisverði árangur, sem náðst
hefur í skólum Maríu Egg, 'hefur orðið
til þess, að sumir aðdáendur hennar hafa
lvst henni sem „kraftaverkakonu”. Hún
vísar slíkri nafngift algerlega á bug: ,,Ég
geri ekki nein kraftaverk. Ég skapa mögu-
leika. Ég veiti börnunum minum tæki-
færi til þess, að þeim geti farið fram.”
Metsölubœkur. Þessi óbrotna viska
hennar og þrotlaust starf hafa fært henni
margan heiðursvott. Þrjár meiri háttar
bækur hennar hafa áunnið sér mikið frægð
arorð meðal foreldra og kennara fjölfatl-
aðra barna um viða veröld. Þar á meðal
,,When a Child is Different” gefið út af
George Allen & Unwin Ltd., 40 Museum
Street, London WCl. Hún fer hvert
á land sem er, eftir því sem þörfin er mest
hverju sinni. Árið 1971 sendi Rauði
krossinn I Sviss hana í mánaðarferðalag
til Indiands.
Hún er sér þess mjög vel meðvitandi,
að vanþroska börn vaxa upp alveg eins
hratt og eðlileg börn og lifa eins lengi.
Og því hefur Maria Egg einnig skapað
aðstæður til þess að hjálpa þeim á hinum
erfiðu fullorðinsárum, þegar foreldrarnir
kunna að vera horfnir af sjónarsviðinu og
eru því ekki lengur við höndina til þess
að hjálpa þeim. Auk skólanna veitir hún
nú forstöðu fimm „vernduðum vinnu-
stöðum”, þar sem 200 af fyrrverandi
nemendum hennar geta unnið fyrir sér við
samsetningarvinnu fyrir iðnaðar- og versl-
unafyrirtæki án þeirrar streitu, sem víða
ríkir á vinnustöðum. Einnig hefur hún
komið á laggirnar stofnun i úhverfi einu
fyrir 60 fyrrverandi nemendur, sem verða
að dvelja í stofnun, þar að auki þrjú
dvalarheimili, þar sem 70 vanþroska full-
orðnir lifa frjálsu lífi, en samt undir
vökulli umsjá þjálfaðra ráðgjafa.
Þar að auki hefur María Egg verið
þingmaður á héraðsþingi Zúrichsýslu sið-
an 1971. Það má að miklu leyti þakka það
ötulli baráttu hennar, að sett var löggjöf
I mars 1974 um verndaða vinnustaði og
dvalarheimili fyrir fjölfatlaða og aldraða.