Úrval - 01.01.1976, Page 40

Úrval - 01.01.1976, Page 40
ÚRVAL 38 HAMFARIR I HIMINGEIMNUM. Hinar athyglisverðu kenningar Veli- kovskys eru niðurstaðan af nákvæmri rannsókn á sögunni og koma við fjöl- margar greinar vísindanna. Höfundurinn er hávaxinn og hvíthærður og enn mjög ern, þótt hann sé fæddur árið 1895. Hann er fæddur rússneskur og gekk I skóla I Moskvu. Hann fékk ekki inngöngu í háskólann í Moskvu af því að hann er gyðingur, en hélt þá til Skotlands og hóf þar nám í læknisfræði árið 1914. Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út var hann I sumarleyfi í Moskvu. Nú gat hann ekki snúið aftur til Skotlands, svo hann snéri sér að því að nema sögu og skyldar greinar við Frjálsa háskólann. Ári síðar fékk hann loks aðgang að Moskvuhá- skóla, og tók þaðan læknispróf árið 1921. Þá fluttist hann til Berlínar, þar sem hann stofnaði og ritstýrði Scripta Universi- tatis, tímariti, sem birti greinar virtra vísindamanna af gyðingaættum um allan heim — Albert Einstein var þar áberandi höfundur. 1924 flutti hann til Jerúsalem og hóf þar Iæknisstörf. Seinna hélt hann til Vínarborgar og lagði þar stund á sálarfræði hjá fyrsta nemanda Sigmunds Freuds, Wilhclm Stekel. 1939 hélt hann til Bandaríkjanna í leyfi frá störfum. Hann var þá að heyja sér I bók um „Freud og hetjur hans”. Við það tók honum að bjððaí grun, að Biblíusögurnar af brottförinni úr Egyptalandi og plág- unum kynnu að vera meira en liking eða venjuleg þjóðsaga, vera mætti að þetta væru sögur af atburðum, sem raunveru- lega hefðu átt sér stað. Væri svo, hugsaði hann, hlytu viðar að leynast sögur sem væru sambærilegar við Nýja Testamentið. Hugmyndin gagntók hann, og hann hóf lúsaleit að egypskri útgáfu af brottför gyðinga þaðan — þótt ekki væri vitað til, að nein slík saga væri skráð. En loks gróf hann upp papýrusskrollu eftir egypt- ann Ipuwer, þar sem sjónarvottar segja frá plágunum í Egyptalandi. Þessar frásagnir eru furðulega líkar annarri Mósebók í fjöl- mörgum atriðum. Velikovsky hélt nú áfram að leita að fleiri hliðstæðum, ef vera kynnu. Hann fann þær, og grunur hans þrðaðist upp i fullvissu. Alheimshamfarir höfðu haft áhrif á mannkynssöguna. Og nú hófst hið umfangsmikla ævistarf hans, endur sköpun sögunnar í ljósi nýrrar heims- myndar. Þetta starf leiddi til bókarinnar, sem fyrr er nefnd, „Heimar í höggi”, og síðar kom út önnur bók, „Aldir í öngþveiti” (Ages in Chaos). Nlðurstöður hans eru byggðar á æði mörgum greinum, svo sem eðlisfræði, goðafræði, erfðafræði, sálarfræði, forn- leifafræði, stjarnfræði, steingerfingafræði, mannkynssögu, Iandafræði, jarðfræði og mannfræði, svo nokkuð sé nefnt. Hver þáttur var sönnunargagn, sem — þegar allt féll nettlega saman — sannfærði Velikovsky um, að hugmynd Isaacs New- tons um óbreytanlegt sólkerfi, þar sem allt hreyfðist með óendanlegri, kerfisbundinni nákvæmni, væri röng. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að Jörðin hefði raunar verið trufluð harkalega á sveimi sínu umhverfis sólu. Spurningin var: Hvernig? Túlkun hans á fornum skrifum er sú, að einhvern tíma fyrir meira en fjögur þúsund árum hafi risa plánetan Júpíter — um það bil 320 sinnum efnismeiri en Jörðin — orðið fyrir gríðarlegum hamför- um, sem leiddu það af sér að vænn bútur af henni slitnaði frá og þeyttist út í geiminn. þessi glóandi, nýji félagi í sól- kerfinu — plánetan Venus — þeyttist í löngum sveig í áttina til sólarinnar, á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.