Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 45
ÞEGAR HIMININN RIGNDI ELDI
43
væri ekki lofttóm, og að rafsegulmögnun
skipti grundvallarmáii í sólkerfinu og í
alheimi yfirleitt. Heita mátti, að stjarn-
fræðingar mótmæltu einum rómi. Sama er
að segja um Albert Einstein, sem Veli-
kovsky hafði þekkt síðan um 1920. Ein-
stein var hliðhollur grundvallarskilningi
Velikovskys, en neitaði ákaflega þeirri
staðhæfingu að rúmið væri mettað af
segulsviðum, að sólin og pláneturnar séu
hlaðin orku, og að rafsegulmögnun leiki
mikið hlutverk í úrverki himintunglanna.
I júní bjuggu þeir báðir 1 Princeton,
Newjersey. Þá bauðst Velikovsky til þess,
í bréfi til Einsteins, að Ieggja niðurstöðuna
af rökræðum þeirra um þetta efni undir
það, hvort Júplter gæfi frá sér útvarps-
merki, eins og hann hafði haldið fram,
eða ekki. Einstein svaraði þessu bréfi eins
og hann var vanur með því að senda það
aftur, en krota athugasemdir út á
spásslurnar. I einni athugasemdinni vlsar
hann hugmyndinni um útvarpsmerkin á
bug.
Tíu mánuðum seinna, snemma árs
1955, brá stjörnufræðingum við Carne-
gie stofnunina heldur en ekki 1 brún,
þegar þeir heyrðu sterk útvarpshljóðmerki
streyma frá Júpíter. Þegar Einstein heyrði
þessar fréttir, lýsti hann því yfir með
áherslu, að hann myndi beita áhrifum
sínum til þess að gerðar yrðú tilraunir
varðandi kenningar Velikovskys. Níu
dögum síðar dó hann — „Heimar 1
höggi” lá opin á skrifborðinu hans.
MARS ÖGNAR.
Nokkrum öldum eftir^að Venus hafði
tvívegis ógnað tilveru jarðarinnar, lá við
árekstri við Mars, að því er Velikovsky
telur. Á áttunda öld fyrir Krist flosnaði
þessi litia pláneta, sem aðeins er einn
áttundi af stærð Venusar, upp af spor-
braut sinni og fékk nýja braut um sólu, en
þessi braut lá hættulega nærri braut Jarð-
arinnar. Annálar og gamlar bækur helgar
segja frá miklu öngþveiti úti í himin-
geimnum, þegar Mars nálgaðist. Jörðin
riðaði á braut sinni. Enn hrundu borgir,
jarðskjálftar klufu jarðskorpuna og menn
fórust 1 náttúruhamförum. Spámennirnir
Jesaja, Hósías, Jóel og Amos segja frá
þessum hamförum, og þeim er einnig lýst
í Illiónskviðum Hómers. Áhrifin af ná-
lægð Mars voru ekki llkt þvl eins hrikaleg
og af nálægð Venusar, en nógu mikil til
þess að hafa áhrif á feril og snúningshraða
jarðarinnar. Gamla dagatalið, sem var tólf
mánuðir á ári með 30 dögum hver, alls
360 dögum í árinu, var ekki lengur nógu
nákvæmt. Næstu tvær aldir, eða áttundu
og sjöundu, var tímatalinu breytt um
allan heim.
Mars kom í nánd við Jörðu á fimmtán
ára fresti. I einni slíkri heimsókn segir
Velikovsky, að aðdráttarafl hnattanna
tveggja hafi leitt til tímabundinnar hraða-
röskunar. Frá þvl er sagt í fornum, ísra-
elskum heimildum, að sólin hafi flýtt sér
til viðar. Hún hrapaði ofan fyrir sjóndeild-
arhringinn þó nokkrum klukkustundum
áður en hún settist venjulega. Grikkir og
fleiri þjóðir tóku eftir þessu sama fyrir-
brigði og skráðu það líka.
Þótt Mars gerði miklu minni usla en
Venus hafði gert sjö öldum fyrr, varð hann
nú ráðríkur herguð 1 hofum mannanna.
Velikovsky telur, að síðasti alvarlegi
fundur jarðarinnar og Mars hafi orðið
vorið 687 fyrir Krist. Það ár hélt Senna-
sérib, konungur Assiríumanna, með her á
móti Hezeklasi, konungi Júda, og ætlaði
að nájerúsalem á sitt vald. Að kvöldi 23.
mars, páskanótt, blés Mars ,,loga af
himni,” sem, samkvæmt Konungabók-