Úrval - 01.01.1976, Side 47
ÞEGAR HIMININN RIGNDI ELDI
rök að jarðfræðilegum og steingerfinga-
legum sönnunum fyrir „Heimum í
höggi,” bendir Velikovsky á að ieifar af
beinagrindum dýra, sem alls ekki geta
komið sér saman, hafa fundist i graut i þvi
sem er engu líka en gríðarlegum fjölda-
gröfum víða um heim.
Darwin rakst á sönnun fyrir hamförun-
um i hinni sögulegu könnunarferð sinni á
HMS Beagle. ,,Það er ómögulegt,” segir
hann í dagbók sinni þann 9-janúar 1834,
”að hugsa um breytinguna á Ameríku án
þess að fyllast undrun. Áður fyrr hlýtur
þessi heimsálfa að hafa verið krökk af risa-
vöxnum skrímslum, nú finnum við aðeins
dvergvaxin dýr. Hvað hefur gereytt svo
mörgum tegundum og heilum kynstofn-
um? Hugurinn leitar fyrst ómótstæðilega
að einhverjum hrikalegum hamförum, en
til þess þannig að eyða dýrum, bæði
stórum og smáum, í Suður-Patagóníu, í
Brasiltu, í Perú, I Norður-Ameríku allt að
Beringssundi, verðum við að hrista undir-
stöðu alls hnattarins.
Vísindamenn þess tíma höfnuðu kenn-
ingunni um hamfarir, og að því er Veli-
kovsky segir, reyndi Darwin síðar að sýna,
að það sem virtist vera afleiðing af
alheimshamförum.mætti skýra sem árang-
ur hægfara breytinga margfaldaðra með
tíma, án þess að nokkurs konar ofbeldi
kæmi til.
Þótt Velikovsky teji, að heimurinn hafi.
sannarlega verið „hristur,” hafnar hann
ekki kenningum Darvins að öllu leyti.
,,0rval náttúrunnar hreinsar af sér öll þau
form, sem geta ekki mætt samkeppninni
eða hröðum breytingum ,Jarðar i um-
róti,” skrifar hann. En honum finnst, að
úrval náttúrunnar geti ekki skýrt til fulis
skyndilega gereyðingu heilla tegunda —
né sköpun nýrra. Hann tclur, að þetta hafi
átt sér stað frá öndverðu og upp eftir
45
öldunum, eftir þvi sem jörðin varð fyrir
hinum ýmsu hörmungum.
VELIKOVSKY FYRIRBRIGÐIÐ.
I öll þessi ár hefur viðhorf visir.dastofn-
ana gagnvart kenningum Velikovskys ekki
breyst til muna. Stjarnfræðingar leggja
enn iitinn trúnað á þá kenningu hans, að
Venus hafi slitnað frá Júpíter og byrjað
feril sinn sem halastjarna, eða að mönduli
Jarðarinnar hafi tekið mismunandi halla
mjög af skyndingu fyrir eitthvað 3500 og
2700 árum. StephenJay Gould, jarðfræð-
ingur, skrifaði nýlega í Natural History, að
hann myndi haida áfram að „komast fyrir
rætur villukenninga, sem leikmenn væru
að prédika. Því miður tel ég, að Veli-
kovsky verði ekki meðal sigurvegara í
þessum leik, sem er einna erfiðast að
sigra.” Og Velikovsky hefur mátt þola að
vera kallaður öllum illum nöfnum.
En það hefur ekki dregið úr mætti
kenninga hans. í heimi, sem hrelldur er
með stöðugum stríðsfréttum, uppreisnum
og hruni gamalgróinna stofnana, eiga
kenningar, sem hafa skynsamlegt sam-
hengi milli geimkönnunar nútímans og
þokukenndar sögu okkar, rétt á hlutdeild í
i hugum okkar — ekki síst, þegar vísindin
renna stoð eftir stoð undir þessar kenn-
ingar.
Síðan „Heimarí höggi” komu út árið
1950, hefur bókin verið prentuð hvað eftir
annað á fjölmörgum tungumálum. Fjöldi
tímarita, þeirra á meðal The American
Behavioral Scientist og Yale Scientific,
hafa helgað hugmyndum Velikovskys heil
hefti. Og kenningarnar hafa orðið verk-
efni námskeiða og ráðstefna í fjölmörgum
skólum og háskólum. Visindaritgerðir um
kenningar hans hafa verið skrifaðar í
flestum greinum frá mannkynssögu til
stjörnmálavísinda. Fjöldi bóka, bæði með