Úrval - 01.01.1976, Page 83

Úrval - 01.01.1976, Page 83
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNAÐI 81 hún um leið og hún beygði sig niður og klappaði hundinum. Rosey Ann Anderson hafði komið nokkrum sinnum með foreldrum sínum til Barnageðsjúkrahússins (Children’s Psychcatric Hospital — skammstafað CPH), sem er hluti af Læknaháskólanum í Michigan i Ann Arbor. Hún var átta ára, lítil eftir aldri og fallegt barn. Þrátt fyrir góðar gáfur hafði hún skert skyn á ýmsum hlutum. Hún gat ekki greint milli stafanna b og d og p og g. Munurinn á upp og náður, hægri og vinstri og kringlóttur og ferhyrndur ruglaði hana. Samræming handa og fóta var ekki fullkomin og hugtökunum fjar- lægð og tímalengd hafði hún heldur ekki vald á. Afleiðingarnar voru vonleysi, reiði og taugaveiklun. Hún hafði þvælst á milli sálgæslustöðva mestan hluta sinn- ar stuttu ævi. Daginn, sem hún kom til CPH, var hún erfið. Hún hékk í foreldrum sínum og dró fæturna þrjóskulega. En þegar hún kom auga á Skeezer, létti yfir henni og hún kallaði: ,,Þarna er hann ennþá, hundurinn!” Hún sleppti takinu á for- eldrum sínum og skondraði burt til að leika sér. Hún var umkringd börnum og margt var nýstárlegt að sjá, svo hún tók naum- ast eftir því, þegar foreldrar hennar kysstu hana að skilnaði. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat þegar börnin voru hætt að leika sér, búin í sturtu og búin að fá kökur og mjólk — og hún var tilbúin að fara í rúmið, að hún rankaði við sér. Hvert höfðu foreldrar hennar farið? Af hverju var hún á þessum ókunna stað? Átti hún alltaf að vera þarna? I skápnum í herberginu héngu fötin hennar eins og þau höfðu gert heima. Bleika og gula kanínan hennar sat á iitlum stól við rúmið; spiladósin hennar og nokkrar myndabækur lágu í gluggakistunni. Það hlaut að þýða, að foreldrar hennar kæmu aldrei aftur. Hún dró sængina yfir höfuð- ið, gróf andlitið í koddann og byrjaði að gráta. Það var þá, sem Skeezer hafði komið í dyrnar, dregið sínar eigin ályktanir og ákveðið að í þessu herbergi skyldi hún dvelja. , ,LÁTTU SKEEZER UM ÞAÐ! ’ ’ Skeezer varð hluti af Barnageðsjúkra- húsinu fyrir níu árum. Læknarnir höfðu oft rætt um að nota dýr við endurhæf- ingu barnanna. Gæludýreins og naggrísir, hamstrar, fiskar og fuglar höfðu verið notuð, en höfðu vissan annmarka. Börnin skemmtu sér við þau, en það var ekki hægt að stofna til kunningsskapar. Þá stakk einhver upp á hundi. „Ömögulegt”, sögðu sumir. Þráttað var um hegðun og hreinlæti. En það var almenn skoðun, að börnum sem geta ekki tjáð sig fyrir mönnum, takist oft að kom- ast í samband við gæludýr. Að lokum var ákveðið að reyna. Dýrarannsóknadeild háskólans var beð- in að útvega hund og kom með Skeezer. Skeezer var óskilahundur, kvenkyns, ekki með ríkjandi tegundareinkenni, fimm mánaða gamall og óþjálfaður. Henni geðjaðist að fólki og endurgalt veitta athygli. Hún hafði ýmis Dobermans ein- kenni, vöðvamikinn skrokk Labradors- hundsins, þéttan feld þýska fjárhundsins. Blandaðir eiginleikar þessara stofna voru styrkur hennar. ,,Ekki búast við of miklu of fljótt,” hafði dýralæknirinn sagt 1 viðvörunartón. ,,Hún á eftir að taka út þroska sinn.” Þegar hún kom á sjúkrflhúsið vildi hún ólmast, blta og glefsa. Gelt hennar var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.