Úrval - 01.01.1976, Síða 86
84
ÚRVAL
Bentley hafði lækkað röddina í varúðar-
skyni og sagði frá áliti sínu á lífinu yfir-
leitt, en þó sérstaklega á CPH, Orðfærið
var skelfilegt.
,, Hvar lærðirðu öll þessi orð ? ’ ’
í fyrstu vildi Bentley ekki svara. Svo
lækkaði hann röddina ennþá meira og
sagði: Ég er í félagi, sem bróðir minn
stofnaði, FFKK.”
,,Hvað þýðir það?”
,,Félag fyrir kjaftfora krakka. Næst
þegar ég kem heim, bæti ég við mig
hellingi af orðum.”
Bentley var reiður út í heiminn og
var tilbúinn að berjast við hann. Fyrri
reynsla af sjúkrahúsinu kom honum að
góðu gagni. Hann vissi hvernig dagurinn
gekk fyrir sig — og hann vissi, að jafnvel
þótt húsgögnin væru úr málmi, var hægt
að skemma þau með því að sparka nógu
fast og nógu lengi í þau. Á fyrstu vikunni
tók hann nokkur æðisköst. Þegar matur-
inn í matsalnum barst ekki nógu fljótt
til hans, sveiflaði hann hendinni yfir
borðið og þeytti því, sem á því var, í allar
áttir.
,,Ég skil ekki helminginn af því, sem
hann segir,” sagði hjúkrunarkona við
fröken Williams.
,,Og Bentley gerir það ekki heldur”.
,,Af hverju notar hann þessi orð, ef
hann skilur þau ekki?”
„Bentley er hræddur við náinn kunn-
ingsskap. Ef hann notar óvenjulegt mál,
heldur hann fólki í hæfilegri fjarlægð.
Hann hefur verið yfirgefinn tvisvar, og
hann þolir ekki að tapa einu sinni enn.”
Skeezer hélt áfram að fá sinn skerf
af skömmunum. Bentley sparkaði í hana
og misþyrmdi; eitt sinn reyndi hann
meira að segja að slíta af henni augnhárin.
„Það má teljast furðulegt, að Skeezer
skuli ekki ráðast á hann,” sagði ein
hjúkrunarkonan.
„Skeezer lætur engan misbjóða sér,”
sagði fröken Williams. „Hún meðhöndlar
börnin á sinn hátt. Hún gengur I burtu —
og áhugaleysi hennar er særandi. Það
skeður sjaldan tvisvar.
Kvöld nokkurt, þegar fy.örnin voru farin
í íþróttir, var þögnin rofin af óhljóðum,
hröðu fótataki og ljótum munnsöfnuði.
Það lék enginn vafi á hvaðan þau komu -
umsjónarmaður var á leið með Bentley
til skrifstofu fröken Williams.
„Þú ert alltaf að skamma mig, en þetta
var allt honum að kenna!” orðin enduðu í
reiðiöskri.
, ,Vertu nú hægur, Bentley. ’ ’
„Ég skal drepa hann. Hann er tík!”
Þeir fóru inn í dagstofuna. Smám
saman minnkuðu óhljóðin. Þeir voru
komnir inn á skrifstofu fröken Williams.
„Bentley er óður,” sagði hann. „Hann
tapaði í leik og lét það bitna á næsta
dreng með þvi að bíta og sparka. Ég kom
með hann, svo hann gæti róast.”
Það var enga undrun að sjá á fröken
Williams. Þetta var daglegt brauð á
stofnuninni. „Bentley á erfitt með að
haga sér rétt, þegar hann er svona spennt-
ur. Hann má vera hér. ’ ’
Bentley teygði alla skanka út frá sér
í stólnum og var fúll á svip, þegar fröken
Williams snéri sér að honum. „Hvernig
væri að þú hjálpaðir mér að raða spil-
unum í þessum kassa?’ ’
„Ekki fyrir þig, tíkin þín.”
„Og áður en þú gerir það, skaltu þvo
þér í framan. Þá liður þér betur.” Fröken
Williams snéri sér aftur að skrifborðinu
sinu.
Skömmu síðar birtist Bentley i dyrun-
um, skyrtan var blaut og andlitið hreint.
Fröken Williams beindi athygli hans