Úrval - 01.01.1976, Side 88

Úrval - 01.01.1976, Side 88
t 86 starfa við sjúkrahúsið. Útveggirnir voru málaðir með múrsteinamynstri, að við- baettum gluggum, og á því var gerfi- strompur og sjónvarpsloftnet. O.g nú þegar útlit var fyrir stækkun fjölskyld- unnar, var húsinu gefið heimilisfangið „Hvoipagata 866” og var þvý bætt við fyrir ofan nafnið hennar sem stóð á skilti yfir dyrunum. Tölurnar voru ein- kennistölur deildarinnar á vissum eyðu- blöðum. Hvolpagata var uppfinning barn- anna sjálfra. I starfsþjáifunartimum gerðu börnin hvolpakví samkvæmt hundabók, sem þau voru með. Allir tóku þátt í því. Kvíin var á skrifstofu fröken Williams, með rifnum dagblaðapappír á gólfinu. Allt var tilbúið á 63. deginum. Snemma um morguninn fór að bera á að Skeezer leið ekki vei. Ákveðin lagðist hún í kvína, og byrjaði að sleikja sig af miklum ákafa. Hópur barna settust við glugga í næsta herbergi, og fylgdust steinþegj- andi með. Fyrsti hvolpurinn kom klukkan 6.30. Skeezer beit í himnuna, sem umlukti hvolpinn, og reif hana utan af honum. Svo sleikti hún hann kröftuglega til að þurrka hann og koma lagi á önd- unina. Hún hafði varla lokið þessu, þegar sá næsti kom. Og svo ennþá einn. Klukkan níu voru níu hvolpar komnir á spena. Það var visst öryggi fyrir börnin að sjá, að Skeezer vissi nákvæmlega hvern- ig hún átti að meðhöndla þessa litlu kroppa, til að koma þeim á spena. ,,Fékk ég mjólk hjá mömmu minni, eins og hvolparnir fá hjá Skeezer?” spurði Rosey Ann. ,,Alveg eins,” svaraði Tillie litla. ,,Nei, ekkialveg eins,” bætti Aron við. En Rosey Ann var ánægð. „Þessvegna þykir mér svo vænt um mömmu mína.” Allt sem snerti hvolpafylli Skeezers, ORVAL fæðingu og fyrstu stundir hvolpanna, hafði verið útskýrt fyrir börnunum. Flest þeirra höfðu haft skrumskældar hug- myndir um kynlíf og getnað. Nú höfðu þau séð, að ekkert óhreint var við þetta. Þau myndu ekki I bráðina gleyma því, hvernig Skeezer var, þegar hún frelsaði einn hvolpinn á fætur öðrum úr himn- unni, sem umlukti þá, sleikti þá og þerraði. „Enginn kærir sig um mig, eins og Skeezer kærir sig um hvolpana sína,” sagði Tillie eins og við sjálfa sig. Önnur telpa, sem hét Jessie, var að lita í litabók. Þegar hún hafði lokið við myndina, gekk hún yfir í herbergið, þangað sem Tillie sat og sagði. „Færðu þig svolítið, svo ég geti setið hjá þér.” Tillie færði sig svo telpan gat sest. Jessie tók utan um hana og sagði: „Ég hugsa, að þau hérna í CPH kæri sig um þ'g” Eftir því sem hvolparnir stækkuðu, skiptust hlutverk Skeezers á milli þess að vera umhyggjusöm móðir, ærslafeng- inn leikfélagi eða strangur uppalandi. Börnin sáu, að ailt naut umönnunar hennar. Hún tók eftir og ávítti ef þess þurfti með. Hún gat verið ströng og uppeldisaðferðir hennar voru aldrei neitt hálfkák. Það var gáskafulli hvolpurinn, sem fékk kröftugt högg með framfæti hennar, og þrjóskufulla hvolpinum ýtti hún til hliðar með trýninu. Enginn varð meiri ástar aðnjótandi en annar; hver og einn naut alls þess, sem hún hafði upp á að bjóða. En þegar hvolparnir voru tveggja mán- aða, höfðu flestir þeirra eignast ný heim- ili. Skeezer var tilbúin að skilja við hvolpana sína. Börnum, sem höfðu þjáðst af ofverndun, fannst þetta furðulegt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.