Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 89

Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 89
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNADl 87 Skeezer ætlaði ekki að halda í þá,. heldur yfirgefa þá á réttum tíma. Þegar síðasti hvolpurinn var farinn frá henni, stóð hún 1 salnum og virti fyrir sér umhverfið. Þegar dyrnar lokuðust, snéri hún sér að börnunum og lét sig hrasa af ásettu ráði utan í þau, tii að gá hvort einhver væri til í að leika. Nokkrum vikum siðar var gerð á henni aðgerð, svo hún ætti ekki fleiri hvolpa. Þvi S.keezer var hundur, sem hafði ákveðið hlutverk. Nú hafði hún alið upp börnin sín og nú vissi hún hvers ungviðið þarfnaðist: leikja og kyrrðar, ástar og uppeldis, jafnt af öllu. Nú voru það dvalarbörnin á sjúkrahúsinu, sem hún átti að lita á sem fjölskyldu sína. TELPA ER TELPA. Hún hefði aldrei átt að fæðast, en hún gerði það nú samt. Foreldrarnir höfðu ekki einu sinni ákveðið hvað hún ætti að heita en sama dag og hún fæddist sá móðir hennar skær-appelsínulitan fugl út um gluggan og spurði hvað hann héti. Henni var sagt, að hann héti oriole (gull- þröstur). ,,Það er fallegt nafn. Látum barnið heita það.’’ Úrræðalaus faðir og heimsk móðir, sem vann við og við í verslun, með búða- gluggagláp sem aðaláhugamál. Hún eyddi tímanum í að horfa á hluti, sem hún myndi aldrei geta eignast, og gerði ekkert til að skapa sitt eigið heimili. Barnið óx og hlaut litla umönnun og ennþá minni ást. Fyrstu hljóðin, sem hún heyrði og átti eftir að heyra langoftast, var hávað- inn I sjónvarpinu, sem var stillt hátt, svo það vfirgnæfði barnsgrátinn. Það var hávaði allt í kringum hana og þegar hún byrjaði sjálf að hjala og mynda orð, hiustaði enginn á það. Þegar hún var sex ára fór hún I skóla. Þegar hún kom heim frá annríkinu í kennslustofunni, varð hún að príla upp stigana, sem lágu að sóðalegu íbúðinni á annarri hæð, opna dyrnar með sínum eigin lykli og hrópa á mömmu sína. Ef hún fékk ekkert svar, varð hún gagntekin hræðslu. Klukkutímum síðar komu for- eldrar hennar heim og þá kannski með hóp af kunningjum sínum. Þá varð lítið úr kyrrðinni, heldur háværar samræður, hlátrar og rokktónlist. En litla stúlkan hélt áfram að vera einmana og afskipta- laus og huggaði sjálfa sig með dag- draumum. Þegar Oriole var átta ára, fannst henni, að þar sem hún héti fuglsnafni, gæti hún vel verið að hún væri í rauninni fugl í dulargerfi. Hún söng meira en hún talaði. Hana langaði að fljúga burtu frá þessum þrúgandi einmanaleika. Kannski gæti hún flogið ef hún væri léttari, og hún borð- aði minna og minna. Foreldrar hennar voru þeir stðustu, sem tóku eftir þvi hve lystarlaus og mögur hún var orðin. Á endanum fór skólahjúkrunarkonan með Oriole til læknisins, sem bað um að fá að hitta foreldra hennar. Þegar móðir hennar var upplýst um ástand barnsins, kallaði hún æst uppyfir sig. ,,En kæliskápurinn er fullur af mat. Allt, sem Oriole þarf, er að ná í hann þar. Ég veit ekki hversvegna hún borðar ekki nóg.” Læknirinn útskýrði, að vaxandi barr. þarfnaðist fletra en matar. „Barnið þitt er ákaflega innilokað,” sagði hann. ,,Það myndi gera henni gott að fá sálfræði- aðstoð eins fljótt og hægð er.” Foreldrar Oriole voru langt frá því að vera áhyggju- full, þau sáu, að á þann hátt gætu þau lifað lífinu hindrunarlaust. Oriole kom til CPH fvrir atbeina skólahjúkrunarkon- unnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.