Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 91

Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 91
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNADI 89 eftirlitsverð, var Oriole að syngja fyrir sjálfa sig, þegar hún kom inn I herbergið. Skeezer lagði höfuðið ofan á rúmteppið. Oriole faðmaði hana að sér: ,,Ó, ég er svo fegin að þú ert hundur, Skeezer! ’ ’ Skeezer sleikti hana í framan. Þegar Skeezer var farin hló Oriole. Henni fannst það mjög fyndið sem hún hafði verið að segja. Hvernig gat Skeezer verið annað en hún var? Hundur var hundur. Oriole lagðist á koddann sinn. Hún var tilbúin að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að fugl væri fugl og lítil telpa væri lítil telpa. AUGASTEINNINN HENNAR. Þegar Gwen, sem var tólf ára, kom á sjúkrahúsið var hún líkust kuðulslegri lítilli, gamalli konu, klæddri eins og barn. Það voru dökkir baugar undir augunum, og þau voru sljó eins og hún sæi ekki það sem hún horfði á. Húðin var litlaus; andlitsdrættirnir slapandi. „Þetta er Gwen Barrett,” sagði fröken Williams við börnin. Gwen sagði ekkert. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hún misst málið. Börnin laumuðust sneypuleg í burtu; þeim leist ekki á hana, en þau sem vildu vera vingjarnleg, sýndu áhuga sinn. Foreldrar hennar kysstu hana að skilnaði og fóru. Þegar fröken Williams fór til skrifstofu sinnar, var enginn í forstofunni nema Gwen og Skeezer. Gwen gekk eitt skref áfram og rétti höndina fram; svo gekk hún annað skref, kraup niður og faðmaði hundinn. Þær horfðust í augu. Með sársauka sem svo lengi hafði verið bældur niður leitaði hún augna Skeezers. Skeezer þefaði af eyrum hennar, svo stakk hún snúðnum I hálsakot. Varir Gwen breiddu úr sér í brosi, og skott Skeezers bærðist. I lok fyrstu vikunnar skrifaði Gwen bréf heim til sín. Hún bað foreldra sína að senda sér mynd af hundinum hennar. „Mig langar að sýna Skeezer hana.” Skrifuð orð voru fyrstu spor hennar, út úr langri þögninni. „Gwen var hraust, hamingjusöm, lítil stúlka, sem átti foreldra, sem þótti vænt um hana,” sagði fröken Williams við starfsfólkið. „Faðir hennar kallaði hana augasteininn sinn. ’’ En þegar hún var tíu ára fékk hún hvítblæði. Meðul náðu að stemma stigu við sjúkdóminum, en þessi sterku lyf höfðu miklar hliðarverkanir. Þegar Há- skólasjúkrahúsið áleit hana nógu góða til að fara heim, komu foreldrar hennar að sækja hana. Þeim varð brugðið, er þau sáu hana. Hún var þung og útblásin; hún leit út fyrir að hafa elst um mörg ár. Læknarnir sögðu foreldrum hennar, að það væri ekki mikil von til þess að stúlkan næði fullorðinsárum, en með meðalagjöf og reglulegri meðferð á sjúkra- húsinu, gæti hún átt nokkur ár ólifuð við skerta heilsu. Á ferðinni heim, meðan Gwen virtist sofa, töluðu foreldrar hennar saman. Þá heyrðu þau ókunnugt hljóð, og fundu kaldan vindstrók koma inn I bílinn. Er þau snéru sér við, sáu þau hvar Gwen hékk hálf út um bílgluggann. Frú Barrett greip um ökkla dóttur sinnar. „Ég vil fá að deyja,” snökti tauga- strekkt barnið, þegar foreldrar hennar tosuðu hana inn I bílinn. Það voru síðustu orðin, sem hún sagði við þau. Mánuðurinn, sem á eftir fór, var lík- astur martröð, því Gwen hafði misst allan þrótt til að tjá sig. Sálfræðiaðstoð var ráðlögð, jafnframt lyfjagjöf við hvltblæðinu. Svo var hún send til CPH. Það leið ekki á löngu . þar til hljóðar samræður við Skeezer urðu að hvlsli við og við, svo að lágu söngli. Ef einhver
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.